Eimreiðin - 01.01.1958, Qupperneq 86
62
EIMREIÐIN
inn í námunda við dýralækni, e£ Júlíus gæti tekið við hon-
um. Sofnaði ég út frá þessum heilabrotum og ekki snemina
nætur.
Morguninn eftir var komið þó nokkurt föl, þótti mér vænt
um, taldi að sár Svaða myndu haldast hreinni í því færi á
meðan hann væri á ferðinni og verða að minni skaða; flýtti ég'
mér af stað.
Frá Björgum liggur flatlendur mela- og móahryggur á milh
lægri undirlenda austur undir austurbrekkur; smýgur áin í
smágili fram hjá þeim hávaða og er brúuð í þrengslununr.
Tekur þá við bratti upp frá ánni, og fór ég hægt. Veður var
grámyglulegt og engu betra útlit á geðsmunum mínum. Sá
ég eftir að missa Svaða, því löngum eru það brekabörnin,
sem örðugast er að sjá af. Þessa leið sat ég á Hnausa-Jarp og
fannst ekki til. Svaði hefði kvikað örara, og það var Jarpur,
sem hafði stigið undan honum fótinn. Ég neyddi mig til að
muna, að ekki hafði klárinn gert það af illvilja; hann hafði
aðeins verið að verja eigið bak. Við Svaði áttum óhappið upp
á illa tamningu, mann, sem var fjarri, ekki hest, sem var nærri.
Það var því við engan að sakast, sem til náðist.
Ég fór að horfa í kringum mig. Kræklingahlíð er mislend
víðast, klappabungur skiptast á við mýrarsund; sums staðar
stendur grjótið upp úr, á öðrum stöðum er klöppin í kafi>
þótt yfir henni bungi upp jarðvegurinn, mold eða möl.
Ofaníburður liafði verið tekinn fast við veginn, smáhæð
sópað burt niður í klöpp. Þar hafði ég í snjólausu séð nokkra
allstóra steina, sem stóðu á fágaðri klöppinni og hver ein-
stakur þeirra í norðurendanum á rispu nokkurri, sem gróp-
aðist niður í bergið eins og nót í borðröð. Ef steininum var
velt til, sást að hann var fægður sléttur að neðan og rákin fra
honum var bein til suðurs og stefndi í miðjan Glerárdal-
Þarna hafði skriðjökull ekizt norður til hafsins út með vest-
urfjallinu, borið með sér steina og urið klöppina með þeinr
og þá með henni, skrifað á hana ferðasögu sína. Ritæðið is"
lenzka hefur löngum verið samt við sig. Dauðir steinar skrif-
uðu atburðasögu liðinna alda um leið og hún gerðist og lugu
engu. En misjafnt gengur mannkindinni að stafa letrið.
Júlíus Pétursson miskunnaði sig yfir Svaða, og var þá þeiiT1