Eimreiðin - 01.01.1958, Qupperneq 90
66
EIMREIÐIN
botn Reykjadals, sem er bæði láglendur og þéttbýll, þar senr
vegurinn liggur að honum vestan a£ heiðinni. Er hann þar
allbreiður með engjalönd góð og mikil, en skiptist á þeim
slóðurn í tvennt og heitir vestari dalurinn Seljadalur, en hinn
heldur nafninu. Hækka þá dalir þeir báðir og þrengjast.
Eins skiptist vegur á svipuðum stöðvum, liggur annar á£ram
norður á við til Húsavíkur, en hinn um austari dalinn suð-
austur til Mývatnssveitar. Sá vegur lá um garð á Hjalla, og
tók ég hann. Var þá skammt eitt eftir af dagleiðinni og auð-
velt, upphlaðinn vegur um mýrabreiðar í fláum, grunnum
dal. Kom ég tímanlega að Hjalla, en þaðan, er þær einar frétt-
ir að segja, sem mér eru einkamál. En ekki iðraðist ég kom-
unnar, og átti ég þar þó víða kunnugt, nemendur að heita
mátti á hverjum bæ, og síðbúinn varð ég þaðan daginn eftir.
Bæjarleið góðri fyrir framan Hjalla þrengist dalbotninn
og verður að gili, en slær sér aftur á móti út að ofan; liggur
þar vegurinn upp úr honum og suðaustur á heiðina. Á þeirri
brún er bærinn Brún í Reykjadal, nýbýli, stofnað fyrir allan
hinn eiginlega styrkjatíma og var karlmennskuverk þá. Er þar
komið á heiði og heldur opingáttarlegt landslagið uppi þar’
breiðabæli mikið ásum stráð, en þó hefur bærinn bungur
nokkrar norðan við sig, og gera þær svæðið öllu skjóllegra-
Lengra suður og austur er annað byggt ból í sömu dokk i
heiðina, Máskot, og bak við ás lítinn enn lengra fram þ°'
nokkurt vatn, Másvatn, og eru þar skrýtnar smáöldur á landi
meðfram vatninu, taldar fornar jökulmenjar.
Suðaustur af vatninu hækkar enn, áður en komið er i
dalverpi vestast í eða vestan Mývatnssveitar. Er dalur sá all'
merkur, bæði hvað snertir búnað, stjórnmál og fagrar listn-
Þar eru Gautlönd, sem sendu þrjá albræður til Alþingis, en
stjórnmálaafrek okkar íslendinga orka stundum tvímælis, og
Gautlönd blasa ekki heldur við af vegi. Aftur á móti bjuggu
saman á Helluvaði, yzt í dalnum, vestan ár, prentaður ljóða-
bókarhöfundur, Jón Hinriksson, og sonur hans Sigurgeir, einn
hinn farsælasti sauðfjárræktarmaður. Annar sonur Jóns HiH'
rikssonar, Sigurður, sat á hluta af Arnarvatni hinum megin
dalsins og er þjóðfrægur, höfundur kvæðis þess, er allir kunna-
„Blessuð sértu sveitin mín . . . “