Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1958, Síða 91

Eimreiðin - 01.01.1958, Síða 91
EIN LEIÐ TIL EMBÆTTIS 67 En Arnarvatn er ekki af honum einum sælt. Þar bjó einn- ig annað skáld, Jón Þorsteinsson að nafni. Kvæðabók hans var nýútkomin að þessu sinni, og saknaði ég þar ýmissa kátlegra ljóða, sem ég hafði heyrt og voru eftir Jón. Ég hafði nú liaft töluverðan áfanga og reið því heim að Arnarvatni og gerði boð fyrir Jón, kvaðst vilja þakka honum fyrir bók hans. Var það ólogið erindi, en hins ekki getið, að mig langaði til að vita, hvort ég gæd ekki snapað upp eitthvað af óprentuðu eftir bóndann til viðbótar. Lét hann sér fátt um finnast og kvaðst ekki hafa gefið mér bók sína. Þótti mér illt að verða ómerkur orða minna um þakklætið og spurði, hvernig ég hefði mátt njóta bókarinnar án tilverknaðar hans. Hélt hann þá, að það yrði bezt rætt yfir kaffibolla og þó því aðeins að liross mín færu ekki í tínslu á meðan og hefðu eittlivað tafsamt að vinna, svo sem að tína há úr stalli. Við mundum þurfa drjúga stund að deila um þakklæti mitt og verðleika hans. Lét ég mér það skiljast og gengum við til baðstofu. Tor- sóttur þótti mér Jón á ljóðaútlát, en því örlátari á kaffi. F.ins hafði hann gott lag á að veiða upp úr mér vísur, sem ég kunni, liingað og þangað að. Höfðu þær löngum verið mér stundastytting og urðu svo enn, og ekki spilltu aðferðir Jóns við veiðina, tel ég óvíst, að liðlegar hafi verið kastað fyrir urriða í strengjum Laxár, sem fellur þar utan við túnið vest- ur til Laxárdals, hólmum stráð og strengjum skreytt og feng- samlegri miklu og fegurri en ég, en þrátt fyrir fegurðarmun- inn reytti Jón nokkuð. Að lokum sá ég, að þetta mundi mér ebki duga og tók mig upp. Hafði skemmtun mín engu minni °rðið en ég vænti, en aðeins önnur. Spurði ég Jón í hlaði, hvernig ég ætti að borga stundina. .,Þannig,“ kvað Jón, „að fá góða ferð.“ Þótti mér það eftir öðru viðmóti líklega óskað. Ég hafði valið Skugga undir hnakkinn frá Arnarvatni. Ég vissi, að Jón hafði auga fyrir hestum og langaði til að hann SaT að þar hefði komið heim til hans sæmilegt hestefni. Held eg að hann hafi látið það eftir mér, folinn, að bjóða sæmi- iegan þokka á baksvipinn, þegar hann fór. Var andkalt úti °g frosin brautin, en folinn gekk svo, að brautin undir hon- Uru glumdi, söng og kvað, en gamanmál og vísur líkar Jóni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.