Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1958, Síða 93

Eimreiðin - 01.01.1958, Síða 93
EIN LEIÐ TIL EMBÆTTIS 69 hraðætinn til þess að treysta mér til að koma hvorutveggja í verk á þeirri dagstund, sem mér var úthlutuð: að borða og ferðast umtalaða vegalengd, en því kveið ég annarri máltíð, ef boðin yrði, að ég er óvanur að hrinda frá mér volgum vangafyllum og heitu hnakkaspiki, en það var þar á borðum °g hvorki broddsviðið né brennt. Bað ég þá bónda að bera vit fyrir mér um fótaferð og ætla mér hæfilegan tíma. Tók hann því vel og benti mér á styttri leið en þá, sem ég þekkti; skyldi ég fara götuslóða upp hjá Hverfjalli, en ekki krækja Veginn. Lýsti hann götu og leiðarmerkjum svo vel mátti duga, ef ég myndi. Sökk ég síðan í þykkar sængur og sofnaði fljótt. 6. Snemma morguns var ég aftur á fótum, var þá allur beini hl reiðu, og var ég búinn til ferðar í réttan tíma. Bóndi gekk með mér úr túni og benti mér á götu. Tunglskin var nokkurt, og sá því til leiða. Revndist leið- Sagan traust og minnið viðsæmandi, enda voru þar hvorki ftiannanöfn né tölur mér til ásteytingar. Þynnti enn í lofti Undir ljósaskiptin, og var sérstaklega glatt skin á meðan ég reið fram hjá Hverfjalli. Átti það og við, því gígfjall það er 1 laginu eins og liefði því verið hnuplað af tunglinu og mátti Vel bafa tunglsljós. Gæti ég trúað, að það væri fegursti sprengi- gigur víðrar veraldar, að minnsta kosti að morgni til í mána- fjósi, allra helzt eins tilhaft og það var þá í litlu föli, sem dregið hafði af röðlum í hlíðinni, en fyllti öll gil og lægðir, Svo hlíðin stóð „hlaðbúin í skaut niður“. Skammt er frá Hverfjalli í Námaskarð, en dró fyrir tungl eh’a það gekk undir á meðan ég fór þá leið. Var þar ekki feitt að sleikja með útsýnið í hálfdimmunni milli dags og nætur, eu nægur var þar brennisteinsþefur og blástrar illir. Þóttist góðu bættur, þegar ég komst austur á flatann austan Skarðs- ins og gat farið að hugsa um eitthvað ljúfara en yfirráðanda elds og brennisteins. Reið ég drjúgan flæming austur að svo- hölluðu Austara-Seli, en þar fellur lækur niður brekkuhall norðan vegar, og er þar grasvottur og gi’ípandi niður fyrir hesta, en annars er víðáttan á milli Námaskarðs og Jökulsár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.