Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1958, Side 95

Eimreiðin - 01.01.1958, Side 95
EIN LEIÐ TIL EMBÆTTIS 71 eru um það bil 5 km. veg frá ánni. Komum við þar að aflíð- andi miðjum degi. Hafði ég aldrei ætlað mér lengra; hélt ég að hrossum mínum veitti ekki af að hlýna og þorna eftir ána og svo þykir mér Grímsstaðaheimili ánægjulegt. En mikill varð erindismunur okkar fylginautanna. Félagi minn var varla búinn að þiggja góðgerðir, þegar hann var farinn að selja bækur af miklum forða, en ég hafðist ekki að. Eyddist þannig dagur og kvöldið til nætur. Þegar morgnaði tímdi ég engan veginn að taka bóksalann á hross mín alla leið austur í Jökuldal. Ég daunsnaði og sat og kvaðst vilja gefa hrossum góðan tíma við morgungjöfina, en bauðst til að flytja bókatöskur þegar minn tími kæmi. Var það þegið, og fór svo bóksalinn að mestu lausgangandi. Stóð ég þá úti um stund og horfði á eftir manninum, skömm- ostulegur nokkuð, því ekki þótti mér mér hafa farið stór- niannlega. Lét ég augun hvarfla vestur frá götu hans um Grímsstaðanúpa vestan leiðar, um Herðubreið og Herðubreið- arfjöll, Dyngjufjöll og vestur til Bláfjalls, um hraun og sanda °g eldvörp af flestu lagi og gerð. Þarna var eins og á smiðju- gólfi, hálf- og alsmíðuðum fjöllum stráð um allan flatann, °g bar víða eitt í annað. Reykjahlíðarfjall, Jörundur og Eilífur teygðu garðinn norður með vestrinu, misblá í fjarsk- anum, því mislangt var til þeirra, en ásar og dældir jöðruðu norðrið, og Hálskerling og Grímsstaðakerling sátu skammt frá til norðausturs og austurs eins og til að líta eftir dótinu. Ég labbaði inn. Það var ekki horfandi á einn mann úti í þessu umhverfi. Menn eiga að halda hópinn og hafa mikið í kringum sig, svo ekki sjáist, hversu hver og einn er ómerki- legur og alls vesæll. Inni var þó fólk til að tala við og manna- verk, en ekki allt sköpunarverkið til samanburðar, og eftir nokkra stund lagði ég á hross mín, en lét nú rauðskjótta tripp- ganga laust, kvaddi og reið af stað suður frá bænum grá- víðiflesjur, sendnar, með sígandi halla allt á fótinn og stefndi eins og leið liggur að gömlu Grímsstöðum. Þar var áður k»rímsstaðabær og tún, en grasvegurinn fauk burt. Stóðu þar nú aðeins veggjabrot og börð til minja. Hvað fýkur næst? Kannski Biskupshálsinn, næsti þröskuld- Ur á vegi mínum? Hann bungaði upp fyrir framan mig, breið-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.