Eimreiðin - 01.01.1958, Page 96
72
EIMREIÐIN
ur og þver. Sá mætti fara, þótt bæði sé hann sýsluskil, hreppa-
merki og fjórðungatakmark. Grýttur var liann og leiður, en
rudd braut lá yfir hann, og amaði þar hvorki villa né veg-
leysi.
7.
Sunnan við Biskupsháls kemur Víðidalur á Fjöllum með
einum samnefndum bæ. Voru þangað einir 16—18 km, og
þar hafði ég hugsað mér hvíld og hélt nú þangað.
Víðidalur er undarlegt býli, fjöllin umhverfis gróðurlaus
að mestu og dalbotninn fátæklegur líka, en þarna er búið
og búið vel og veitandi og alinn upp hópur barna.
Afrennsli dalsins, Víðidalsá, rennur inn til lands í átt að
jöklum, þegar aðrar ár flýta sér til sævar. En hún er til neydd.
Hálsinn hrindir henni frá sér. Og eins og fleira, sem köldu
er til kastað, fer hún að leita og finnur færa leið fram og
vestur til Jökulsár. Hún á eftir að þruma í Dettifossi með
mörgum fleiri og frægari og vagga sér í víðum sæ engu síður
en hinar, sem enginn leggur stein í farveg fyrir.
í Víðidal þurfti ég ekki að berja dyra. Húsbóndi hafði séð
til mannaferða og lét mig ekki ríða hjá garði, hafði hann þó
nógu að sinna, því bóksalinn var þar kominn og hafði haft
nóg með sér til að geta byrjað verk sitt áður en ég kom-
Höfðu drengir tveir þar á heimilinu fengið eitthvað að horfa
í, og þótti mér góð sjón. Þama var ég kominn í skólahéraðið,
og þar höfðu ungir menn gaman að lesmáli. Og ekki stóð á
góðgerðum, en hrossin voru við stall.
Við gengum til húsa. Þar var allt í ólátum. Rauðskjótta
merin hafði ráðizt á Skugga og rekið hann frá, gat ekki einu
sinni unnt honum króarhorns að standa í en elti hann um
allt hús með hrinum og barsmíð. Hún hét að vísu Hekla
og átti að verða háleit og fræg fyrir gos, en svona illindagos
hafði ég ekki ætlað henni. Ég tók hana hið snarasta og dreif
á hana klyfsöðulinn og allan varning okkar félaga og hugs-
aði henni önnur not fyrir afl sitt og geðhörku en aðeins að
fólskast við folann. Sjálfur settist ég á hann og átti þá von a
að hún myndi ekki bíta þá tvenningu né berja til muna án