Eimreiðin - 01.01.1958, Blaðsíða 97
EIN LEIÐ TIL EMBÆTTIS
73
leiðbeininga um betri siði. Fór þá líka úr henni mesti móð-
urinn. Var nú nokkuð liðið á dag, og riðum við liðugt, því
einir 15 km. voru til næsta bæjar.
Vegur er mjög góður við fót þar um dalinn, mjúkar göt-
ur og sléttlendar, sér varla á klett þar á stórum svæðum, hvorki
í fjöllum né flatlendi, en tindóttir eru þar fjallgarðar og skriðu-
runnir, einn hnjúkurinn er auk heldur svo striplingslegur,
að hann er kallaður Snáði, og bjart er ekki yfir þeim, heitir
sá næsti Sótatindur, en það mun að vísu fremur vera af litar-
hætti manns einhvern tíma í fyrndinni en fjallsins nú, því
Sótastaðir eru þar eyðibýli og Sótaskarð rétt þar hjá, en end-
ast mætti Sótatindi dökknan til nafnsins.
Sunnar nokkru en Sótaskarð beygir vegurinn austur í gegn-
um svokallað Vegaskarð og víkkar þá fljótt útsýni og vex
gróðurland. Er þar sem um hérað að horfa, flatlendi nær-
fellt 20 km. langt norður og suður, sem nær frá Möðrudals-
fjallgörðum í austri að fellum nokkrum vestan Jökulsár á
Fjöllum í vestri. Er þetta mest allt land einnar jarðar og ekki
allt talið. Er það Möðrudalur á Efra-Fjalli.
Var nú ferðinni heitið þangað.
8.
Jón Aðalsteinn Stefánsson bóndi í Möðrudal er maður fjöl-
virkur. Man ég ekkert verk, sem hann ekki kann nema ég
^da honum mundi takast lakast að úthýsa, ekki að ég viti
hann hafa reynt það, en ég hefi séð, að annað er náttúrufar
hans, það að veita veita hús og beina. Sátum við þar í góðu
yfirlæti um kvöldið, og fræddi Jón mig á því hvenær mér
Vasri hæfilegt að fara þaðan daginn eftir, ef ég ætlaði að hitta
n*sta skólanefndarmann, en aldrei gerði hann ráð fyrir mér
Þaugað komnum fyrir háttatíma. Skildi ég það svo, að hann
vildi hafa mig svo lengi sem mér mætti endast. Tengdason-
Ur hans, er bjó þar á hluta jarðar, ætlaði einnig til Jökul-
hals næsta dag með óskilafé, en Jón ákvað, að við skyldum ekki
^heyta um ferð hans, hann yrði kindanna vegna að fara fyrir
aUar aldir. Fór það svo, að heimamaður var allur á burt, þeg-
ar ég vaknaði, og bóksalinn í þann veginn að rjúka. Bauð ég