Eimreiðin - 01.01.1958, Side 103
RITSJÁ
79
aldri í bókarlok. Þá er hann að
byrja nám á kostnað Gúðmúndsens.
Halldór Kiljan Laxness er enn á
niiðjum starfsaldri. Sagan Brekku-
kotsannáll bendir til þess, að hinu
róttæka tímabili í ævi hans sé lok-
ið. Óumdeilanlega er hann mikill
höfuðsnillingur í bókmenntum vor-
um, en að því væri nokkur eftirsjá,
ef bækur hans í framtíðinni bæru
meiri keim sáttagjörðar en þeirrar
h'fstjáningar, sem hann hóf ungur
við töluverðan andbyr.
Indriði G. Þorsteinsson.
Guðmundur Gislason Hagalin:
SÓL Á NÁTTMÁLUM
Norðri 1957.
Það leikur alltaf sá grunur á rit-
höfundum, að þeim hætti til að
hverfa til upphafs síns, þegar aldur
fer á þá, og jafnvel töluvert langt
aftur fyrir það, í leit að viðfangs-
efnum. Lendir það því oft á yngri
mönnum að skilgreina ýms ný fyrir-
hæri innan þjóðlífsins, með þeim
misjafna árangri, sem árafátæk lífs-
reynsla þeirra er meir völd að en
'óntun á gáfum og verklagni. Það
iiggur þó í augum uppi, að eftir
því sem augu manna eldast, greina
þau betur hégóma frá alvöru, og
þess vegna nálgast það að vera höf-
undarlega skylda þeirra, sem eldri
eru, að skýra samtímann í ljósi
reynslunnar. Á þessu hefur viljað
verða misbrestur, sem á kannski að
einhverju leyti rætur að rekja til
feimni við ýmsar óþægilegar stað
reyndir. Þess utan nenna miðaldra
menn og þaðan af eldri varla að
hynna sér hræringar nýrri kynslóð-
ar’ enda má vera, að þar sé fátt
'nnanborðs, sem ekki var áður vit-
a®> þótt hverjum tíma sé nauðsyn-
legt að njóta gagnrýnislegrar hand-
leiðslu og ábendinga þeirra, sem
hafa lifað tímamót í fleiri en ein-
um skilningi. Vönum höndum hætt-
ir síður við feilskotum, og unggæð-
ingsskapurinn og asnaspörkin eru
einhvers staðar að baki, þegar menn
hafa horft lengi á umbrotatíma og
lifað þá.
í skáldsögu sinni, Sól á náttmál-
um, sem Guðmundur G. Hagalín
hefur skrifað, eftir að hafa gert
langt hlé á skáldsagnaritun, fjallar
hann um ýmis þau einkenni, sem
setja einna mestan svip á þjóðlíf
okkar í dag, af þeirri innsýn og með
því hugarfari, að engum dylst,
að höfundurinn stendur mitt í
stormum sinna tíða og alveg ó-
þreyttur, þótt nær fjörutíu bækur
séu að baki og tímamótin tvenn og
þrenn. Aðalpersóna sögunnar, Ás-
brandur í Hjallatúni, stendur orð-
ið einn eftir, ásamt konu sinni á
jörð, sem börn hans kæra sig ekki
um. Þau hafa farið að heiman, jafn-
óðum og Jrau uxu úr grasi, og er
þetta alkunn saga. Það er kannski
-angt að segja, að þau hjónin hafi
i'erið ein; því á heimilinu voru
gömul hjú, sem áttu það sammerkt
með jörðinni, að þeirra beið ekkert
framar.
En svo birtir allt í einu yfir, eða
hvað? Hjallatún verður svo að segja
á einni nóttu eftirsótt land, ekki
vegna þess að þar spretti betra
gras en annars staðar, heldur vegna
þess, að það á að fara að gera ein-
hver nývirki í Hraunhöfn, og tún-
ið hans Ásbrandar gæti orðið prýði-
legir lóðaskikar undir hús þess
fólks, sem stendur til að erfa heim-
jnn. Og grjótið úr holtunum í
kring nær gulls ígildi vegna fyrir-
hugaðrar hafnargerðar í Hraun-