Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Page 24

Eimreiðin - 01.10.1959, Page 24
262 EIMREIÐIN Fellur hann á grjóti af fjöllum ofan einn úr auðnum undarlegan veg, drekkur sól og regn sumardaga; bunar liann á bergi, en í bökkum niðar, minnist við gras og við grávíði. Niðar hann og niðar nætur og dag, niðar niðri og niðar uppi; það er annar niður og þó ámuni, samhljómandi í sama læk. Ekki kann ég að sjá ættarmót, ef þetta stef er miður kynjað en þýðingar eftir Sveinbjörn og Jónas á kvæðum, sem kennd eru við Hómer og Heine. VIII. Um þrjátíu ár eru nú liðin, síðan Einar Ólafur Sveinsson hóf voryrkjur í víngarði bókmenntanna, þar eð bók lians nrn ævintýrin kom út 1929. Sextugsafmæli mannsins og þrítugs' afmæli bókmenntafræðingsins fara því nokkurn veginn saU1' an. Ritstjóra Eimreiðarinnar þótti hlýða að minnast þessara tvígildu tímamóta í ævi hins góðkunna bókmenntafræðings °S snjalla rithöfundar. Stiklað hefur verið á stóru, fjölrnörg11 sleppt, en ekkert ofmælt. Og rétt er að láta menn njóta sann- mælis fyrir unnin afrek, ekki síður lífs en liðna. Sá, er þetta ritar, hefur verið svo heppinn að eiga >:rIllS legt saman við Einar Ólaf að sælda um nálega tvo áratug1- Minnist ég góðs eins frá þeim kynnum. Við fyrstu sýn undr aðist ég þá heiðríkju, sem mér þótti vera yfir þessum mann1-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.