Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Side 58

Eimreiðin - 01.10.1959, Side 58
296 EIMREIÐIN „Nei, segja? Segja og segja,“ sagði hann, „nei, e£ til vill er yfirsjónin fólgin í því, að menn krefjast þess, að allt sé hægt að tjá með orðnrn og allt sé unnt að útlista. Ég skil ekki ueitt, en ég hygg, að jrú vitir meira.“ „Heldur þú, að betra væri, ef auðvelt væri að útskýra?" „Nei, líklega ekki,“ svaraði liann, „nei, það er sennilega rétt. Þegar mér kemur vinur okkar, séra Níelsen, í hug, sem á öllu veit skil alveg fyrirhafnarlaust, þá skil ég, að auðveldar skýringar eru verri en ekki neitt. En ég verð nauðugur, vilj- ugur að reyna að útskýra allt. Ég verð því að spyrja í þaula. Ég get ekki losnað við þessa spurningu: Hver er tilgangur- inn með drenginn litla, sem dó, og öll hin ungmennalíkin, sem vér hyljum moldu? Hismi, sem fýkur í burtu af hinum örvita þreski-vettvangi tilverunnar? Hverjir eru þetta? Hvers vegna konm þeir hingað, og hvers vegna fóru þeir héðan svona skyndilega? Já, Nielsen væri ekki í vandræðum með að koma með skýringar. Tilgangur? mundi hann segja. Þetta er lífsreynsla. Lífsreynsla, sem Drottinn sendir. Jæja, jæja, en guðfræðilegur hugsuður mundi kannske gera greinarmun a þeirri ógæfu, sem Guð á enga aðild í, og afleiðingum ógæf- unnar í hugsun þeirra, sem fyrir ógæfunni hafa orðið, þar sem aðild og áhrif Guðs hefjast. Jæja, en þessi hugsun á við, þar sem hátt er til lofts og loftið hreint og tært, María. En manneskjan verður að byrja á spurningum sínum við raet- urnar sjálfar. Hvers vegna verða þessi hjón þarna úti í sand- hæðunum fyrir jressari grimmúðugu lífsreynslu, en ekki þu -og ég? Draga ónýtan seðil í örvita happdrætti Guðs! Æth Drottinn, sem skapaði, iiali látið barnið drekka sig til dauðs, til jjess að reyna þolrifin í foreldrum, sem ekki eiga til hní£s og skeiðar, þrátt fyrir alla jjeirra elju? Reyna í þeim þolrif- in, svo að þau taki sinnaskiptum. En ef Jjau gerðu enga iðT un? Jens litli Ottó hvílir þá í gröf sinni alveg ófyrirsynju. Og hvað er um Jens Otto sjálfan? Átti jarðvist hans aðeins að vera axarhögg gegn móður hans? Ég skil ekki tilgang þess háttar jarðvistar, ég skil ekki neitt, en ég veit, að allir þeir eru lygarar, séra Nielsen og allir hinir, sem kenna, að Guð steyp1 mönnunum í ógæfu og styrjaldir til þess að . . .“ „Nú segi ég ekki meira,“ sagði hann.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.