Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.10.1959, Blaðsíða 36
274 EIMREIÐIN að? Var maðurinn litblindur? Hann taldi vera blátt áklæði á húsgögnum. Hún sá ekki betur, en það væri hárautt eins og gluggatjöldin. „Ég veit ekki hvernig ég á að þakka yður þessa velvild,“ sagði frúin um leið og hún kom inn. „Hafið þér verið veik- ar og maðurinn minn getað hjálpað yður?“ „Nei, ég hef aldrei þurft að leita til læknis, ávallt verið hraust.“ „En maðurinn yðar eða þá börnin?" „Maðurinn minn er við góða heilsu, og börn höfum við aldrei átt,“ svaraði Jórunn seinlega og liorfði niður fyrir sig- „En ég þekki yður ekkert, kona góð. Þér hljótið að þekkja manninn minn. Hann hefur kannske gert manninum yðai' einhvern greiða? Ég veit ekki einu sinni, hvað þér heitið.“ „Ég — það skiptir nú litlu rnáli. En ef þér viljið vita það, þá heiti ég Jórunn — Jórunn Teitsdóttir. Ég er bara ósköp algeng almúgakona. Þér kannist líklega betur við manninn rninn, hann Þorgeir Jónsson sjómann. Hann er mörgum að góðu kunnur hér í þorpinu," sagði Jórunn hægt og stillilega- Hún gætti þess að tala ekki af sér. En henni var að verða veru- lega órótt. Frúin virtist ekkert átta sig, er hún nefndi nafn Þorgeirs. Svipur hennar var svo sakleysislegur, að ekki vai hægt að væna hana um undanbrögð. í þessu kom stúlkan inn með kaffið á bakka. Frúin sagð1 henni að setja bakkann á borðið fyrir framan sófann. Svo bauð hún Jórunni að færa sig í sófann. Sjálf dró hún stólinn, sent hún sat í, nær borðinu, ýtti bakkanum til hennar og bað hana að gera svo vel. „Það er rúmt ár síðan við komum hingað, svo að það el ekki von að ég þekki alla íbúa þorpsins,“ sagði frúin, sem svai við spurningu Jórunnar. „Auðvitað þekkið þér mig ekki. Ég bjóst ekki við þvl> sagði Jórunn og smjattaði á kaffinu. „Mig skal ekki undia> þótt manninum mínum þyki kaffið yðar gott,“ sagði hun svo og horfði fast á frúna, til þess að sjá, hvort henni brygð1- „Manninum yðar. Ég man ekki til þess, að hann hafi drukk ið kaffi hjá mér.“ „Þér buðuð manninum mínum kaffi inni í þessari stofn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.