Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Side 36

Eimreiðin - 01.10.1959, Side 36
274 EIMREIÐIN að? Var maðurinn litblindur? Hann taldi vera blátt áklæði á húsgögnum. Hún sá ekki betur, en það væri hárautt eins og gluggatjöldin. „Ég veit ekki hvernig ég á að þakka yður þessa velvild,“ sagði frúin um leið og hún kom inn. „Hafið þér verið veik- ar og maðurinn minn getað hjálpað yður?“ „Nei, ég hef aldrei þurft að leita til læknis, ávallt verið hraust.“ „En maðurinn yðar eða þá börnin?" „Maðurinn minn er við góða heilsu, og börn höfum við aldrei átt,“ svaraði Jórunn seinlega og liorfði niður fyrir sig- „En ég þekki yður ekkert, kona góð. Þér hljótið að þekkja manninn minn. Hann hefur kannske gert manninum yðai' einhvern greiða? Ég veit ekki einu sinni, hvað þér heitið.“ „Ég — það skiptir nú litlu rnáli. En ef þér viljið vita það, þá heiti ég Jórunn — Jórunn Teitsdóttir. Ég er bara ósköp algeng almúgakona. Þér kannist líklega betur við manninn rninn, hann Þorgeir Jónsson sjómann. Hann er mörgum að góðu kunnur hér í þorpinu," sagði Jórunn hægt og stillilega- Hún gætti þess að tala ekki af sér. En henni var að verða veru- lega órótt. Frúin virtist ekkert átta sig, er hún nefndi nafn Þorgeirs. Svipur hennar var svo sakleysislegur, að ekki vai hægt að væna hana um undanbrögð. í þessu kom stúlkan inn með kaffið á bakka. Frúin sagð1 henni að setja bakkann á borðið fyrir framan sófann. Svo bauð hún Jórunni að færa sig í sófann. Sjálf dró hún stólinn, sent hún sat í, nær borðinu, ýtti bakkanum til hennar og bað hana að gera svo vel. „Það er rúmt ár síðan við komum hingað, svo að það el ekki von að ég þekki alla íbúa þorpsins,“ sagði frúin, sem svai við spurningu Jórunnar. „Auðvitað þekkið þér mig ekki. Ég bjóst ekki við þvl> sagði Jórunn og smjattaði á kaffinu. „Mig skal ekki undia> þótt manninum mínum þyki kaffið yðar gott,“ sagði hun svo og horfði fast á frúna, til þess að sjá, hvort henni brygð1- „Manninum yðar. Ég man ekki til þess, að hann hafi drukk ið kaffi hjá mér.“ „Þér buðuð manninum mínum kaffi inni í þessari stofn

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.