Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.10.1959, Blaðsíða 30
268 EIMREIÐIN inguna, sem sat í fjörunni. Hrukkurnar í andliti hennar sýndu, að hún var lífsreynd kona. Svipur liennar bar vott um megna óánægju. Hvað er Ragna að kjá framan í manninn minn, get- ur hún ekki látið sér nægja rnann sinn, hugsaði lnin. Svona hafði það gengið alla vikuna. Á hverjum morgni kom Ragna til þeirra með kaffi og kökur. Sveinn, þessi blessaði ungi mað- ur, var víst blindur eins og nýgotinn kettlingur. Það mátti þó sjá minna en augnagoturnar, sem hún sendi Þorgeiri, eða kætin og hláturinn, sem barst alla leið neðan úr fjörunni inn um opinn gluggann til hennar. Hvað voru þau líka að glápa á hana? Var hún ekki frjáls að því að standa hér í sínu eigin húsi? Sannarlega gat enginn bannað henni það. Hún átti hús- ið ekki síður en Þorgeir. Hann hafði ekki fátið svo lítið eftir sig, gamli maðurinn, faðir hennar. En það var víst aldrei ætl- un gamla mannsins, að það lenti í höndum Þorgeirs. Það mátti þó vel trúa honum fyrir fjármunum. Hann var stakur reglunraður og sóaði ekki fé að óþörfu. En Þorgeir var alltaf sjálfum sér fíkur, er kvenfólkið var annars vegar. Því líkt stríð, eins og þær fögðu margar tálsnör- ur fyrir hann, að lians eigin sögn. Það voru víst fáar konurn- ar í þorpinu, sem ekki höfðu boðið Þorgeiri kaffisopa að kvöldi dags. Sumar voru meir að segja ekkjur eða þá fráskild- ar og höfðu ekki aflar sem bezt orð á sér, furðulegt, að þeim hafði ekki enn tekizt að ná honum frá henni, taka hann. Sann- arlega skorti þær ekki viljann. Hún hafði borið þetta allt með þögn og þolinmæði, aldrei sagt ásökunarorð, aldrei látið 1 ljós gremju né reiði. Óskemmtilegt var nú samt að sitja alein á kvöldin, bíða og vita ekki, hvað maðurinn var að gera alh kvöldið. Þegar hann kom loks, sagði hann ósköp rólega, eins og liann hefði verið að gegna skyldustörfum: „Ég var lengur en ég ætlaði mér. Ég mætti læknisfrúniu- Hún bauð mér kaffi. Maðurinn hennar var í sjúkravitjun uppi í sveit, og henni fannst svo tómlegt í húsinu.“ Hún hafði engu svarað, bara skellt í góm. Þetta gerðist fyr' ir rúmri viku. Henni leið illa. Þó var þetta ekki óvenjulegt- Það var alltaf kaffi hjá hinum og Jressum úti í bæ. Auðvitað varð hún fegin, að hann lagði ekki lag sitt við tómar götu- dræsur. En læknisfrúin gat ekki verið mjög vönd að virðingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.