Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Síða 50

Eimreiðin - 01.10.1959, Síða 50
Bréf frá Steinírínii Mattfiíassyni til GuSmundar FrSjónssonar Nexö 7. nóv. 1939. Góði gamli vinur! A£ því að ferð fellur, finn eg mig knúðan til að senda þér línu, til að votta þér þakklæti fyrir „Drauma“-greinina, sem eg var að lesa í „Vikunni“ og líkaði sérlega vel, bæði orð og efni, og einnig þar með, að þú kallaðir elskulegan föður minn veraldarson. Það kunni eg vel við, þó það væri nokkuð tæpt tiltekið um trúarhitans langæi. En það gjörir ekkert, skáld á ætíð að liafa skáldaleyfi til nokkurra öfga. Eg sló upp í orðabók Blöndals (sem er ein mín bezta bók) og segir hann eyktina vera aðeins 3 klukkustundir. Eins og þú veizt, þá var faðir minn allur annar í trúarefnum síðustu 20—30 árin, og ef hann lifði enn, væri hann orðinn alveg eins óbundinn al kirkjunnar kreddum eins og eg og þú, en aldrei mundi hann hætta að syngja Drottni lof, í svipuðum anda og Davíð kon- ungur, sem var ein hans bezta fyrirmynd í andlega kveðskapn- um. Annars hefðir þú gjarnan mátt taka það fram, að Hall- grímur hafi, meðan hann var og hét, og ekki hafnaður í eymd elli og líkþrár og öllum píslargrátinum, (sem gekk eins og far- sótt um lönd), verið engu siðri veraldarson, blessaður. Honum þótti gott í staupinu og drakk tóbak, (eins og kallað var), og kvenhollur var hann áreiðanlega og yfirleitt allrabezti kalk eins og kvæðin sýna. Allir góðir menn hljóta að vera veraldar- synir, enda er liiminn allra þjóða skapaður í mynd okkar skárra heims, reyndar með óþolandi helgislepju í okkar kristna. — Margt mætti rabba um, en tíminn er takmarkaður, og eg a svo rnarga vini, sem eg skrifast á við. Okkar persónulegt vin- fengi hefur aldrei fengið tækifæri til að þrífast, en vinur þinn hef eg eetið verið og borið mikinn kærleika til þín fyrir svo að segja allt, sem eg Jief lesið eftir pig. Þegar eg sé kvæði eða grein með þínu nafni, gleypi eg við þeim góða mat andans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.