Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1959, Page 82

Eimreiðin - 01.10.1959, Page 82
320 EIMREIÐIN kvaddi lífið af fúsum vilja, af því að hann hafði enga biðlund. Sjálfs- ævisaga þessi er svo þrungin mann- viti og sárri lífsreynslu, að ég veit fá eða engin dæmi slíks. Af engri bók hef ég fengið svo sanna vitn- eskju um örlagaríka atburði Ev- rópu og heimsins síðustu manns- aldrana sem þessari. Og svo fádæma skýrar eru mannlýsingarnar, að stórmenni álfunnar: skáld, tónsnill- ingar, könnuðir og líknarlietjur, er Zweig hefur liaft kynni af, stíga ljóslifandi fyrir augu lesandans. Fólk eins og Rainer Maria Rilke, Berta von Suttner, Richard Strauss, Romain Rolland, Sigmund Freud, Bernard Shaw, WilÚam Butler Yeats o. fl. verður lesandanum ógleymanlegt, þó að myndirnar af því séu aðeins dregnar með fám dráttum. — Þetta er í einu róman- tísk bók og harla raunsæ, fögur og átakanleg. Málið á þýðingunni er viðfelldið. Romain Rolland: JÓHANN KRISTÓFER, V.-VI. Sigfús Daðason islenzkaði; Heims- kringla, Reykjavík 1958. Árið 1947 gaf Heimskringla út 1.—3 bindi af Jóhanni Kristófer í frábærri þýðingu Þórarins Björns- sonar skólameistara. Þrem árum síð- ar kom 4. bindið frá liendi sama þýðanda. Þá varð alllangt hlé á út- gáfunni, liklega sökum anna Þór- arins við skyldustörf sín, unz Sigfús Daðason tók við að þýða af Þór- arni. S. 1. vetur sendi loks Heims- kringla frá sér 5.-6. bindið, kaflana Markað á torgi og Antonettu. Eg luílfkveið fyrir að lesa framhald þessa öndvegisverks með öðru hand- bragði en var á fyrstu bindunum, bjóst við hnökrum á þræði sögunn- ar. Kvíði minn reyndist þó ástæðu- laus. Málið á þýðingu Sigfúsar er bæði kjarnmikið, látlaust og fagurt. Er fagnaðarefni, að skuli hafa fund- izt svo góður þýðandi til að lialda áfram verki Þórarins sem raun lief- ur á orðið. Ég hef tvílesið þessa jiætti og hef komizt að [icirri nið- urstöðu, að Jjcir standi sízt að baki þeim, sem á undan eru gengnir. Hér verður ekki felldur dómur yf>r lislrænt gildi Jiessa verks. Markað- ur á torgi er hárhvöss ádeila a falska menningu, svikið líf í höf- uðborg tizkunnar, og þarf lesand- inn að vera vel á verði til að skilja allt. En einkum þykir mér kaflinn Antonetta dýrlegur skáldskapur i íslenzka búningnum. Harmsár ör- lög systkinanna eru fléttuð saman við siigu Kristófers á snilldarlegau Iiátt. Sjaldan hefur fórnfýsi og kæi" leika verið sungið fegurra lof. Eg bíð ekki með meiri eftirvæntingu annarra bóka á næstu árum en þýðingarinnar á framlialdi jjcssarai óviðjafnanlegu sögu. Þóroddur Guðmundsson■

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.