Eimreiðin - 01.09.1967, Qupperneq 15
SIR WILLIAM CRAIGIE
195
á norsku. Það mun hafa verið á námsárum Craigies í St. Andrews,
en í Oxford hélt hann áfram námi í þeim málum, þó að hann
yrði enn sem fyrr að lesa þau tilsagnarlaust, því að kennsla í þeim
féll niður 1889, er Guðbrandur Vigfússon andaðist, og var heilsa
lians biluð, er Craigie kom til Oxford. í keltneskum málum sótti
Craigie háskólafyrirlestra eftir að hann kom til Oxford. Kennarar
iiarts og vinir voru hræddir um, að hann hefði of mörg járn í
eldinum, en sá ótti reyndist ástæðulaus, þegar hann iauk með
fyrstu einkunn báðum hinum tilskildu háskólaprófum, prófi í
grísku og latínu ásamt bókmenntum Grikkja og Rómverja 1890
og prófi í sögu og heimspeki 1892.
Að loknum háskólaprófum hlaut Craigie fjárstyrk til að halda
áfram námi í Norðurlandamálum. Fór hann í þeim erindum til
Kaupmannahafnar og dvaldi þar veturinn 1892—1893. Þetta var
fyrsta ferð hans til útlanda. í Kaupmannahöfn umgekkst hann
íslendinga og lærði íslenzku til hlítar, en hana kvaðst hann eink-
um hafa numið af Jóni Stefánssyni, sem hann bjó hjá, Valtý Guð-
mundssyni, Þorsteini Erlingssyni og Finni Jónssyni. Craigie las
handrit í konunglega bókasafninu og Árnasafni. Þá skrifaði hann
upp Skotlandsrímur, sem hann gaf út síðar, eins og brátt mun
sagt verða, en kynni hans af rímum hófust, er Þorsteinn Erlings-
son gaf honum Svoldarrímur Sigurðar Breiðfjörðs. Eftir heimkom-
una frá Danmörku var hann skipaður aðstoðarmaður prófessorsins
í latínu við háskólann í St. Andrews, og hélt Craigie því embætti
í fjögur ár.
Árið 1897 kvæntist hann stúlku að nafni Jessie K. Hutchen, sem
var skozk að þjóðerni og frá Dundee eins og hann sjálfur. Hún
var rithöfundur. Þau höfðu áformað brúðkaupsferð til Danmerk-
ur og voru í þann veginn að leggja af stað, þegar honum bauðst
starf við hina miklu ensku orðabók, sem kennd er við Oxford.
Hann tók því boði, og varð ekki af utanlandsferð að sinni. Hann
varð einn af aðalritstjórum orðabókarinnar 1901 og var í aðalrit-
stjórn hennar þar til orðabókinni var lokið 1928. Sama ár, 28. júní,
var hann vígður Knight Baclielor (riddari), en þeirri tign fylgir
titillinn Sir, sem jafnan er hafður á undan skírnarnafni, eins og
titill íslenzkra presta síra eða séra.
Árið 1905 var Craigie skipaður lektor í Norðurlandamálum við
Taylorian Institute í Oxford, en þar höfðu þau ekki verið kennd
síðan Guðbrandur Vigfússon andaðist. Við sömu stofnun var