Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 17

Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 17
SIR WILLIAM CRAIGIE 197 út bók um þjóðtrú á Norðurlöndum, titill Scandinavian folk-Lore. Sú bók er yfirlit um þjóðtrú, þjóðsögur og skyldar sagnir á Norður- löndum, íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Sög- urnar eru að mestu leyti þýddar beint úr frummáli hvers lands, og fylgja þeirn fróðlegar athugasemdir. Langmest er af íslenzkum sögum, og eru þær jöfnum höndum teknar úr íslendinga sögum, Noregs konunga sögum, þjóðsögum Jóns Árnasonar og söfnum Olafs Davíðssonar. Um allar vísur í íslenzku sögunum fylgir Crai- gie sömu reglu sem í þýðingum á fornum skáldskap, lætur bragar- hætti, stuðla, höfuðstafi og hendingar haldast í enskunni. Segir hann í formála, að einungis með því rnóti verði íslenzkri braglist gerð réttileg skil, enda gætti hann þess jafnan, er hann þýddi ís- lenzkt bundið mál. Til dæmis um vísnaþýðingar hans í þessari bók skal hér tekin vísan í sögunni „Frá marbendli“ í þjóðsögum Jóns Árnasonar 2. útg. I, 128, bæði á íslenzku og í þýðingu Craigies, bls. 223 í bók hans: Mér er í minni stundin, þá marbendill hló; blíð var baugahrundin, er bóndinn kom af sjó; kyssti hún laufalundinn, lymskan undir bjó; sinn saklausan hundinn sverðabaldur sló. Well 1 mind that morning The mermann laughed so low; The wife to wait her liusband To water’s edge did go; She kissed him there so kindly, Though cold her heart as snow; He beat his dog so blindly, That barked its joy to show. í bókum og ritgerðum Craigies er komið við flest svið íslenzkra og norrænna fræða. Hann reit um norræna goðafræði og íslend- inga sögur, gerði athugasemdir við kenningar Sievers um forna norræna bragfræði og þýddi íslenzk nútímaljóð á ensku. Árið 1905

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.