Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 17
SIR WILLIAM CRAIGIE 197 út bók um þjóðtrú á Norðurlöndum, titill Scandinavian folk-Lore. Sú bók er yfirlit um þjóðtrú, þjóðsögur og skyldar sagnir á Norður- löndum, íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Sög- urnar eru að mestu leyti þýddar beint úr frummáli hvers lands, og fylgja þeirn fróðlegar athugasemdir. Langmest er af íslenzkum sögum, og eru þær jöfnum höndum teknar úr íslendinga sögum, Noregs konunga sögum, þjóðsögum Jóns Árnasonar og söfnum Olafs Davíðssonar. Um allar vísur í íslenzku sögunum fylgir Crai- gie sömu reglu sem í þýðingum á fornum skáldskap, lætur bragar- hætti, stuðla, höfuðstafi og hendingar haldast í enskunni. Segir hann í formála, að einungis með því rnóti verði íslenzkri braglist gerð réttileg skil, enda gætti hann þess jafnan, er hann þýddi ís- lenzkt bundið mál. Til dæmis um vísnaþýðingar hans í þessari bók skal hér tekin vísan í sögunni „Frá marbendli“ í þjóðsögum Jóns Árnasonar 2. útg. I, 128, bæði á íslenzku og í þýðingu Craigies, bls. 223 í bók hans: Mér er í minni stundin, þá marbendill hló; blíð var baugahrundin, er bóndinn kom af sjó; kyssti hún laufalundinn, lymskan undir bjó; sinn saklausan hundinn sverðabaldur sló. Well 1 mind that morning The mermann laughed so low; The wife to wait her liusband To water’s edge did go; She kissed him there so kindly, Though cold her heart as snow; He beat his dog so blindly, That barked its joy to show. í bókum og ritgerðum Craigies er komið við flest svið íslenzkra og norrænna fræða. Hann reit um norræna goðafræði og íslend- inga sögur, gerði athugasemdir við kenningar Sievers um forna norræna bragfræði og þýddi íslenzk nútímaljóð á ensku. Árið 1905
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.