Eimreiðin - 01.09.1967, Qupperneq 21
Slll WILLIAM CKAIGIF.
201
Halldór. Mun íyrirgreiðsla þeirra við íslendinga, sem til Englands
komu, hafa verið meiri en almennt er vitað, og margt tækifæri
mun Sir William hafa gripið til að fræða útlendinga um land vort
og þjóð.
Craigie kom í fyrsta skipti til íslands 1905, og í þeirri ferð samdi
hann við Geir Zoega um að gera orðabókina, sem nú var getið.
Þá orti Sigurður bóksali Kristjánsson þessa vísu til Craigies:
Flutt þér kvæði ekkert er
eða ræðuskvaldur,
þótt ísland glæðist ást á þér,
enski fræðavaldur.
Sigurður sendi honum vísuna í bréfi, en Craigie svaraði um hæl
og bað hann breyta orðinu enshi í skozki, því að hann væri Skoti.
Frá þessu er sagt í grein um Sigurð í Óðni IV, 58 (árg. 1908). Snæ-
björn Jónsson segir í Eimreiðargrein sinni um Craigie 1927, að
slíkt mundi hafa verið sagt í gamni, en öllu gamni fylgi þó nokk-
ur alvara.
í annað skipti kom Craigie til íslands 1910, og var þá kona hans
með honum. Þau fóru til Vestfjarða og dvöldu um hríð hjá síra
Jóni Þorvaldssyni að Stað á Reykjanesi, en heimsóttu einnig marga
aðra merka menn, svo sem Snæbjörn hreppstjóra Kristjánsson í
Hergilsey, tengdaföður síra Jóns, og Guðmund Björnsson, sýslu-
mann Barðstrendinga. Kynni Craigies við þessa rnenn báru góðan
ávöxt um haustið þetta sama ár. í októbermánuði tók enskur
togaraskipstjóri, sem var að veiðum í landhelgi, Guðmund sýslu-
mann og Snæbjörn hreppstjóra, er þeir ætluðu að koma lögum
yfir hann, og flutti þá báða til Hull. Þegar þangað kom, hafði
fregnin af þessu flogið um allt England, og blöðin munu ekki
hafa tekið hart á verknaði skipstjórans. Hann átti tal við stórblað
í Lundúnum og bar íslenzku valdsmönnunum illa söguna, kvaðst
alls ekki hafa verið í landhelgi og taldi þá misendismenn, sem
hefðu ætlað að brjóta lög á sér. Þessu svaraði Craigie með grein
í sama blaði. Kvaðst hann hafa verið á íslandi sumarið áður og
þekkja að öllu góðu þá menn, er um væri getið í blaðinu. Þeir
hefðu ekki gert annað en embættisskyldu sína, gegnt henni með
djörfung og hugprýði, og væri illa gert að tala illa um þá, er þeir
kæmu til Englands. Eftir þetta breyttist tónninn í blöðunum.