Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Page 22

Eimreiðin - 01.09.1967, Page 22
202 EIMREWIN Fannst Snæbirni jafnvel nóg um lofið, sem Craigie bar á þá félaga og fólkið á Stað. „En greinin sýndi, að þarna áttum við vin, sem þagði ekki við álasi um okkur,“ segir Snæbjörn í ævisögu sinní. í þriðja skipti kom Craigie til íslands á Alþingishátíðina 1930 og var kona hans með honum. Að maklegleikum sýndu íslendingar honum sóma á ýmsan hátt. Hann var heiðursfélagi Bókmenntafélagsins. Sæmdur var hann riddarakrossi fálkaorðunnar 1924 og Háskóli íslands kjöri hann heiðursdoktor 1946. Þó að um framtak einstaks manns væri að ræða, skal þess getið, að Snæbjörn Jónsson gaf út Númarímur 1937, með þannig orðaðri tileinkun til Craigies, að útgáfan væri gerð í því skyni, að hún væri kveðja frá Islandi á sjötugsafmæli lians. Sigurður Nordal reit formála og Sveinbjörn Sigurjónsson inngang að útgáfunni. Árið 1947 gáfu Landsbókasafn íslands og Isafoldarprensmiðja út Olgeirsrímur Guðmundar Bergþórssonar. Alþingi veitti fé til útgáfunnar og var hún tileinkuð Craigie á áttræðisafmæli hans. Finnur Sigmundsson, þá landsbókavörður, og sá, er þetta ritar, bjuggu hana undir prentun. Að hvötum Craigies og fyrir forgöngu Snæbjarnar Jónssonar var Rímnafélagið stofnað 1947. í fjórða og síðasta skipti kom Craigie til íslands 1948. Kom hann þá í boði Rímnafélagsins, en nokkrir menn munu hafa styrkt félagið til heimboðsins. Nú var hann einn á ferð, kona hans and- aðist 10. febrúar 1947. Þetta var síðasta ferð hans til útlanda. í þessari ferð var honum sýndur mikill sómi bæði af opinber- um aðilum og einstökum vinum hans. Háskólinn hafði boð inni honum til heiðurs 29. júní, og voru prófessorarnir Sigurður Nor- dal og Ásmundur Guðmundsson aðalræðumenn. Kjartan Ólafsson skemmti með kveðskap, kvað meðal annars vísur eftir heiðursgest- inn sjálfan, kveðju í ljóðum til hans frá Kolbeini Högnasyni og síðast eftir ósk heiðursgestsins kafla úr Hjálmarskviðu Sigurðar Bjarnasonar. Craigie fór í boði ríkisstjórnarinnar til Norðurlands og ferðaðist um allan þann landsfjórðung, en þangað hafði hann ekki komið fyrr. í boði Háskólans fór hann upp í Borgarfjörð. Að kvöldi 12. júlí hélt Rímnafélagið honum samsæti í Tjarnarcafé. Því stjórnaði dr. Björn Þórðarson og setti það með snjallri ræðu. Meðal ræðumanna var Lúðvík Kristjánsson, þá ritari Rímnafélags- ins, sem færði heiðursgestinum Árbækur Espólíns að gjöf frá félag- inu. Fluttar voru heiðursgestinum kveðjur í ljóðum frá Kolbeini

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.