Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 24

Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 24
.... og við eigum að þakka honum sérhvern dag, elsku börn, fyrir alla hamingjuna sem hann veitir mönnnnum, fyrir gleðina í hjartanu, vorið og blessað sól- skinið í hjörtunum, já, á hverju einasta kvöldi áður en við för- um að hátta, þá eigum við að þakka honum. Og áður en við biðjum ætla ég að minna ykkur á að minna foreldra ykkar á orgelsjóðinn og nýja rafmagns- krossinn okkar, sem þarf að setja á kirkjuna fyrir jólin. Svo liit.t- umst við aftur á sama tírna næsta sunnudag. Látum oss biðja .... Kverkmælt prestsröddin að viðbættum truflunum í viðtæk- inu sargaði sundur sunnudags- þögnina eins og bitlaus hnífur, röddin varð ógreinileg eins og hún kæmi úr mikilli fjarlægð, loks þagnaði hún skyndilega. Einhver hafði slökkt á tækinu. Barnið vældi á eldhúsgólfinu og pissaði undir og hélt dauðahaldi um pelann, sem var þess eina jarðneska huggun, líka þegar hann var tómur. Hún stóð í dyrunum og viðr- aði sig, glyðruleg fermingar- stelpa með ofþroskuð brjóst og vanþroskaða fætur, með þunna höku og þykkar varir, hún starði yfir melinn stráðan flöskubrot- um, ryðguðum sorptunnum og ónýtum bíldekkjum, þar sem skipsflak trónaði eitt í ríki frost- sviðinnar jarðar, yfir götuna inn Systurnar, syndin og barn sem grætur ♦------------------------- í port Stöðvarinnar sem enn var unnið þrátt fyrir helgina, þar sem tveir bláklæddir karlmenn ruddu beinhvítum ísflögum í tonnatali af vörubíl inn í Stöðv- arhúsið. Hún flissaði í sífellu og hrafnsvart hár sveipaðist um höfuð hennar í fitugum flekkj- um, í gulum morgunslopp og hún veifaði til mannanna. Þeir horfðu til hennar úr hvítri ís- gufunni og bílstjórinn með svarta derhúfu klifraði yfir skjól- borðið og bar hendi yfir augu. Hún skríkti áfergjnlega, þessi renglulegi unglingur, og hélt að sér sloppnum loppinni hendi. Anna! Sjáðu, þeir veifa til okkar! Híhí! Híhíhí! Sjáðu, hvernig þeir veifa til okkar! Anna! Komdu, hengilmænan þín! Feit kona birtist í dyrunum vansvefta og skjálfandi af hrolli. Glær frostbirtan titraði í rísandi sól, húsin bar við hvítkembdan

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.