Eimreiðin - 01.09.1967, Side 27
SYSTURNAR, SYNDIN OG BARN SEM GRÆTUR
207
ekkert hissa, þótt ég væri með
alvarlegt krabbamein á háu stigi.
Jæja. Nú þarf ég að fara. Ég
þoli ekki svona veikindatal.
Farðu þá, sagði konan, en
komdu helzt aftur fyrir kvöld-
mat, ég þarf kannske að senda
þig. Mér líður illa, þegar dimm-
ir, og Hann kannske ókominn
eða kannske fullur eins og venju-
lega.
Ég lofa engu um það. Það get-
ur nefnilega verið að ég fari
uppeftir.
Hvern ætlarðu að hitta? Þenn-
an Joey?
Hvað kemur þér það við?
Má maður spyrja? Þú ert ekki
guð almáttugur, þótt þú hafir
náð þér í karlmann.
Stúlkan stóð yfir vaskinum og
verkaði á sér andlitið upp úr
dýrum söfum. Hún átti mjög
annríkt, eirðarlaus líkami henn-
ar titraði af duldum spenning,
eins og hún ætti mjög áríðandi
og vandasamt starf fyrir hönd-
um. Konan tók barnið í kjöltu
sína og það hætti að gráta, þeg-
ar hún dillaði því á feitum lær-
um sér, í fullkomnu tilgangs-
leysi, bólgin í framan, og hún
laut ofan að því og snerti það
köldum, votum vörum.
Komdu einhvern tíma með
hann, svo ég geti séð hann.
Hvort hann er nógu góður fyrir
þig. Það er aldrei að vita um
svona fígúrur, hvað þeir vilja.
Eðvarð Taylor er fœddur árið 1943 í
Reykjavik, en uppalinn á Vestfjörð-
um, og þaðan er móðurœtt hans, en
faðir hans er bandariskur. Eðvarð
hefur undanfarin tvö ár starfað sem
blaðamaður i Reykjavik og birt Ijóð
og sögur i Lesbók Morgunblaðsins.
En ég þekki þá, ég stend klár á
svona delum. Það gerir hún
mamman þín og mamman þín
og mamman þín, hún kann á
svona kalla, sönglaði hún við
barnið, sem ríghélt um pelann
og brosti tannlausu brosi til
heimsins.
Heyrðu, Anna Jónína, ertu
undarleg, má ég spyrja? sagði
stúlkan snögglega og litaði á sér
varirnar yfir vaskinum, þaulæfð,
leggjalöng með lokuð augu. í
þennan skúr, bætti hún við.
Heldurðu að hann vilji koma í
svona skúrræfil. Og ekkert sjón-