Eimreiðin - 01.09.1967, Qupperneq 28
208
EIMREWIS
varp. Ertu vitlaus. Hvað lield-
urðu hann sé?
Það er satt, andvarpaði kon-
an. Þung augnalok hnigu undir
næturstöðnum smyrslum. Hún
var sú kona, sem ætlaði á dans-
leik, en komst ekki á dansleik,
vegna Jress að hún var svikin.
En vonbrigðin höfðu gert hana
skapdaufa, höfðu drepið ljóm-
ann í augum hennar, höfðu auk-
ið matarlyst hennar óhemjulega.
Hún bruddi sykur af áfergju,
Jregar hún drakk ekki kaffi, þá
bruddi hún sykurinn lostuglega
eins og hún væri að meðtaka
einu lausnina frá böli heimsins,
svar við Jreirri auðmjúku bæn
til guðanna, að henni fengi að
líða vel svo sem öðru hvoru, að
hún þyrfti ekki að Jjjást hvert
einasta augnablik ævi sinnar.
Hún sagði: í gærkvöldi ætlaði
hann með mig á ball.
Hver?
Nú hann! Hver helduðru það
hafi verið? Einhver sjarmör, ha?
Einhver voldugur sjarmör, sem
á bíl og hús og eyðir peningum
á fólk eins og mig. Mikið spyrðu
oft vitlaust, Guðríður.
Og fór hann ekki með þig?
Konan dæsti og hampaði
barninu í skauti sínu: Æ það
J^ýðir ekkert að tala við þig,
góða mín.
Ég er að fara, tilkynnti stúlk-
an, mjóir fótleggir hennar voru
strengdir undir buxunum og
hún var komin í gráa kápu af
systur sinni; lnafnsvart hár henn-
ar lá í gisnum lokkum niður á
kragann og andlit hennar brann
af kynlegum æsing. Hún gekk
ekki, hún dansaði eftir gólfinu,
fas hennar var sótthitakennt og
hún var ringluð, hún vissi ekki,
hvort hún ætti að Jajóta út strax
eða kveðja systir sína fyrst.
Farðu, sagði konan. En farðu
ekki uppeftir. Það er Jrað versta,
sem maður getur gert á sunnu-
degi. Ef löggan nær Jrér á sunnu-
degi, þá ertu búin. Hún skrifar
Jrig á lista og þá ertu eftirlýst
manneskja. Skilirðu það, Guð-
ríður mín. Þetta eru nefnilega
pestarliundar.
Ég doooobla þá, sagði stúlkan
og litaðar varir hennar bærðust
í hreyknu brosi: Ég doooobla þá
eins og að drekka blávatn.
Þetta eru djöflar í mannsmynd.
Þeir hlífa engu kvikindi, láttu
mig vita það. Þeir eru verstir
við stelpur, sem fara uppeftir á
sunnudögum. Veiztu hvað þeir
kalla þær? Þeir sitja þrír inni í
lögguskúrnum og spyrja og
spyrja, og veiztu hvað þeir segja
við mann? Þessir andstyggilegu
pestarhundar, ég hata þá, ég gæti
klórað úr þeim augun, þegar ég
hugsa um Jrað. Og þeir sælast til
að Jrukla á manni og segja að
maður sé með sígarettur inn á
sér. Viskípela undir blússunni
eða eitthvað þvíumlíkt. Þeir eru