Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Side 33

Eimreiðin - 01.09.1967, Side 33
RRÉF TIL VINAR 213 legt fyrir, var nú afskræmt af ofaslegum geðshræringum. Og þessar geðshræringar voru met- orðagirni, kænska, valdasýki, valdasýki.“ Svetlana stendur hjá föður sínum, starir á hann, kyssir hönd hans og ann honum meira en nokkru sinni áður. Hann, sem hafði þó aldrei gefið sér tíma til að sjá nema þrjú af átta barnabörnum sínum. Henni fannst þá, að hún hefði verið ónýt og vond dóttir, eins og ókunnug manneskja heima hjá sér, í engu hjálpað þessum gamla manni, veikum, útskúf- uðum af öllum, einmana á sín- um tignartindi, en þó föður, sem elskaði hana á sína vísu. „Faðir minn dó hræðilegum dauða,“ segir hún, „guð gefi réttlátum hægt andlát.“ Hún lýsir síðustu klukku- stundunum af dauðastríði Stal- ins. Hjartað var sterkt, og hann kafnar smám saman af súrefnis- skorti. Rétt fyrir andlátið opnar hann skyndilega augun og litast um. Það var ægilegt augnaráð, ef til vill rænulaust, kannske reiðilegt, ótti við dauðann, ótti við ókunnug andlit læknanna, sem lutu yfir hann, — hann hafði hneppt sinn gamla líf- lækni, Vinogradov í fangelsi, — og svo lyfti hann allt í einu vinstri hendi og benti, benti hann upp, spyr hún, eða var hann að hóta okkur. Þessi hreyf- ing var óskiljanleg, ógerningur að skilja gegn hverju eða hverj- um. Tveimur dögum eftir lát Stal- ins lét Berja sópa öllu á heimil- inu burt í geymslu, og þjónustu- fólkið var látið fara. Frá þessari döpru endurminn- ingu hverfur Svetlana síðan að bernskudögunum, sem eru ljúf- ir og bjartir. Þá áttu þau heima í húsi í skógi fyrir utan Moskvu, og þar var gleði og gaman og sífellt sumar og fullt af fólki, vinum og ættingjum, barnaboð og leikir, sólríkt heimili í Zuba- lovo, og þar bjuggu þau frá 1929 til 1932, er móðir hennar dó, — börnin reyndar lengi eftir það, en faðir hennar undi þar ekki síðan. A sumrin fóru þau til Sotshi. — „Garðurinn, um- kringdur skógartrjám og blóm- um, var mesta yndi föður míns,“ segir Svetlana, „þar naut hann hvíldar, þar var hugur hans, en hann tók sér aldrei skóflu í hönd, snerti ekki mold, en hann heimtaði að allt væri í lagi, vel hirt, og ávexti vildi hann hafa, kirsuber, tómata og epli. Ein- staka sinnum tók hann klippur og klippti fáeinar visnar grein- ar, en ekki var garðyrkjustarf hans annað. Hann gekk um í garðinum og leitaði, leitaði sýnilega að notlegum, friðsælum stað, — leitaði en fann hann

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.