Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Qupperneq 34

Eimreiðin - 01.09.1967, Qupperneq 34
214 F.IMREIÐIN aldrei. — Á sumrin gat hann labbað svona heilu dagana um garðinn." Alliluév-fjölskyldan, sem Stal- in hafði verið kunnugur í Grúsíu, — hann hafði að sögn bjargað móður Svetlönu frá drukknun, þegar hún var lítil, — var fjölmenn og það fólk allt tíðir og góðir gestir á heimil- inu, en eftir dauða móður Svet- lönu tæmdist húsið smám sam- an af þessu fólki, sem varð skyndilega og óskiljanlega fjand- menn föðurlandsins, eins og Stalin orðaði það. Litla stúlkan fékk þá skýringu eina, að þetta væri vont fólk. „Engar bænir dugðu. Faðir minn þoldi ekki að aðrir drægju í efa dóm hans um fólk,“ segir hún. Hefði hann lokað úti úr hjarta sínu einhvern, sem hann hafði lengi þekkt, hefði hann dregið hann í dilk fjandmanna sinna, j:>á var ekki hægt að tala við hann framar um þann mann, — hann varð öskuvondur, ef reynt var að koma honum á aðra skoðun. Og hann var augsýnilega í klónum á Berja og vélabrögðum hans að þessu leyti. í sífellu voru lögð fyrir hann skjöl og skýrslur um yfirheyrslur, þar sem þessi og þessi viðurkenndi sök sína, eða aðrir viðurkenndu fyrir hann, eða hann hafði ekki við- urkennt, — og það var verst af öllu. Þegar hann var orðinn sannfærður um að þessi væri fjandmaður, þá þurfti ekki fleiri staðreynda við. Það var óhugs- andi að skipta um skoðun og trúa því að nýju, að sá væri heið- arlegur maður en ekki óvinur, — það var óhugsandi. Hið liðna hvarf honum — að þessu leyti var hann grimmur að eðlisfari og ósveigjanlegur. Fortíðin, sam- starf, sameiginleg barátta fyrir háleitu markmiði, vinátta, — það var eins og þetta hefði aldrei verið til, það var brott úr huga hans, strikað yfir það með óskilj- anlegri grimmd, og maðurinn var fordæmdur. Nadezda Alliluéva, móðir Svetlönu, var rúmlega tuttugu árum yngri en maður hennar Stalin. Hann var um fertugt, þegar byltingin varð, hún 16 ára. Og hún var yngst á heimil- inu að börnunum undantekn- um, var sífellt að námi og starfi utan heimilis og gaf sér sjaldan tíma til að sinna börnunum, en þó finnst Svetlönu nú, að henn- ar hafi alls staðar notið við. Hún trúði einlæglega á bylting- una, sannfærð um, eins og bylt- ingarmennirnir ungu, að þau væru að skapa nýjan og betri heim, og byltingin hefði frelsað þau frá háttum smáborgara og fyrri löstum. Þannig birtist henni byltingarmaðurinn, sem kom úr útlegð í Síberíu, þannig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.