Eimreiðin - 01.09.1967, Side 40
220
EIMREIÐIN
Og hugur minn þráir vini,
sem vísum og sögum unna,
og væran, draumljúfan svefn,
þegar skipi er ráðið til hlunna.
Annað víðfrægt kvæði Mase-
iields er „The West Wind“, sem
Sigurður J. Jóhannesson þýddi,
og prentað er í úrvali kvæða
hans, Ljóðum, sem Steingrímur
Arason bjó til prentunar og út
kom á vegum Barnablaðsins
Æskunnar 1950. Þýðingin, sem
nefnist „Vestanblærinn", er, eins
og aðrar þýðingar Sigurðar og
frumort kvæði, lipur og létt, á
áferðarfallegu íslenzku máli, og
nær ylirleitt vel efni og anda
frumkvæðisins, þó að bragarhátt-
urinn sé annar. Kvæðið er of
langt til þess að taka upp þýð-
inguna í heild, en nýtur sín því
aðeins til fulls, að það sé lesið
í heild sinni.
Vera má, að til séu aðrar ís-
lenzkar þýðingar af ofannefnd-
um kvæðum Masefields, en eigi
hef ég fundið þær í ljóðabókum
þeim eða þýðingasöfnum, sem
ég hef við hendina.
Kem ég þá að því, sem ég
vildi sérstaklega minna á með
þessari grein minni um Mase-
field, en jrað eru tengsl hans við
íslenzkar fornbókmenntir. Hann
fann þar viðfangsefni tveggja
rita sinna, og fæ ég eigi gert
þeirri hliðinni á skáldskap hans
betur skil en með því að taka
upp að miklu leyti kaflann um
það efni úr ritgerð minni „ís-
lenzk fornrit og enskar bók-
menntir" (Timarit Þjóðrœknis-
félags Islendmga í Vesturheimi
1934, bls. 74-75).
í eitt leikrita sinna, The Lock-
ed Chest (Lokaða kistan), 1906,
liefur Masefield sótt efniviðinn
í Laxdcela sögu, aðallega í 14.
og 15. kapítula hennar. En í
þeim köflum segir frá viðskipt-
um þeirra Ingjalds Suðureyja-
goða og Þórðar godda út af
Þórólfi þeim, er vegið hafði
Halla bróður Ingjalds. — Mase-
field fylgir í aðalatriðunum frá-
sögn Laxdælu, en hefur jafn-
framt aukið við efnið, fyllt í
eyðurnar. Sagan getur þess t. d.
eigi með einu orði, að Vigdís
hafi bjargað Þórólfi úr klóm
Ingjalds og fylgdarmanna hans,
með því að loka hann niður í
fatakistu þá hina miklu, sem
leikritið dregur nafn af. Laxdæla
nefnir það að vísu, að Vigdís
hafi sagt skilið við Þórð godda
(16. kapítuli), en hvergi segir
þar frá því, að hún hafi á brott
hlaupið með Þórólfi, en á því
endar leikritið.
Þó að The Locked Cliest jafn-
ist eigi á við beztu leikrit Mase-
fields að áhrifamagni eða list-
fengi, er þar vel með efni farið.
Frásögnin er blátt áfram, laus
við alla litúrdúra, með undir-
straum djripra tilfinninga. Skáld-
inu hefur tekizt að halda hisp-