Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Page 44

Eimreiðin - 01.09.1967, Page 44
224 EIMREIÐIN bon. Kaþólsk kirkja er áhrifarík þarna, eins og hún hefur verið öldum saman. Þegar hinn vel sið- aði æskulýður eyjanna er að impra á sókn til meira frelsis, er slíkt varla talið annað en vaxtarverkir, sem lítt sé vert að gefa gaum. * Farþegar á Gullfossi voru á aldrinum frá 17—80 ára. Unga fólkið hélt rakleitt á dansleik jretta kvöld, þar sem ágæt hljómsveit lék, og einnig var þjóðdansasýning, en við roskna fólkið fórum sunr á hressingargöngu um borgina. Ég spurði bifreiðastjóra einn skannnt frá skipinu, hvort hann gæti út- vegað mér og félaga mínum ensku- mælandi túlk á tveggja stunda göngu. Hann kvað son sinn, sem stundaði nám í efsta bekk mennta- skóla, geta fylgt okkur, en fjöl- skyldan bjó skammt burtu. Hann náði síðan í piltinn, sem var á kafi upp yfir höfuð í lestri, enda kvað hann gítarspil hafa tafið sig þenna drottinsdag. Hann benti okkur brátt á forna, rammgerða her- mannaskála og vígi, óbreytt eftir margar aldir, nerna hvað stormar Atlantshafs hafa veðrað steininn. Miðaldamenn hafa verið framsýn- ir um það, að skálar þessir mættu endast óbornum kynslóðum. Portú- galar hafa allfjölmennt herlið á Azoreyjum og nota hermannaskál- ana fornu enn í dag, bæði þarna og víðar í eyjunum. Við gengum fram hjá gistihúsi Pensáo A^ores, og hann benti okk- ur á líkneski frarnan þess af hin- um blessaða Mikjáli. Skammt Jrað- an var kapella með fornum, serk- neskum svip, en í niðurníðslu. Ein af götunum Jiar í grennd nefnist Stræti hins góða Guðs. Einkenni- legt fannst okkur að heyra piltinn tala um Heilags anda banka og Heilags anda leikhús. En allt er hreinum hreint, stendur Jrar. Við staðnæmdumst við nýstár- legt torg. Það var steinlagt og með hvítum rákum og hringum á græn- um grunni, aðeins við jaðra þess voru akbrautir. Þrjú bogadregin hlið voru við annan enda Jress. Þetta minnti á rómverska gólf- skreytingarlist. Svo fagurt torg er ekki til á íslandi. Nokkrir grá- klæddir hermenn gengu þar inn í Jtrílyft hús með stórum, boga- dregnum gluggum á neðstu hæð. í þessu veglega húsi voru skrifstofur hermálaráðuneytisins. Kólibrífugl- ar héldu samsöng uppi á ljósker- um torgsins, en þeir eru plága á ökrunum, og verðlaun eru veitt til útrýmingar Jieirra. Hvarvetna var hreinlegt, þar sem við fórum um, og sóts varð ekki vart, enda þurfa Jreir í eyj- unum ekki að hita upp hýbýli sín, þótt hávetur sé. Götur og sund voru ýmist flóruð, steypt eða lögð jarðbiki (asfalti). Og svipað er um Jjjóðvegi að segja á St. Mikjálsey. í því standa eyjarskeggjar okkur Islendingum mun framar, enda eru vegalengdir Jrar minni. „Hvenær gaus síðast í Azoreyj- um?“ spurði ég. Pilturinn sagði okkur, að rúma 150 km vestur frá St. Mikjálsey risi eyjan Faial og haustið 1957 hefði

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.