Eimreiðin - 01.09.1967, Page 45
DAGUR I AZOREYJUM
225
Landslag i Azoreyjum.
gosið þar síðast. Gígur, um 200 m
að þvermáli, spúði hrauni, ösku og
eimyrju, svo að rokkið varð þar
sums staðar um miðjan dag. í ein-
um jarðskjálftanum slokknaði á
hinum fræga vita í Capelinho, er
lýst hafði sjófarendum öldum sam-
an, þorp fóru í eyði, búpeningur
var að mestu fluttur tif Portúgals.
Þá sýndu Bandaríki Norður-Ame-
ríku eyjarskeggjum þann dreng-
skap að veita þúsundum þeirra sér-
stakt innflutningsleyfi. Jarðskjáfft-
ar héfdust árlangt í eynni, einn
sólarhring mældust þar 400 kippir,
og þeir, sem eftir þraukuðu þar,
sváfu undir berum himni eða í
tjöldum það árið. — Ekki eru nema
um 30 ár síðan skemmtiferðaskip
kom til Ponta Delgada og farþegar
fóru í kynnisför um St. Mikjálsey,
en ientu í svo mikfu öskufalli, að
þeir urðu allir að fara í bað, er
út í skipið kom. Enda eru aðeins
þrjár Azoreyja taldar útbrunnar og
óhultar fyrir eldgosum, þ. e. Corvo,
Flores og Graciosa.
Þær kirkjur, sem ég sá þetta
kvöid, voru með hvítar turn- eða
þakhvelfingar og einna helzt í
barokkstíl, enda engar þeirra nýj-
ar. Ég komst að Javí daginn eftir,
að kirkjurnar eru jafnvel íburðar-
meiri að innan en utan, leyna á
sér. Skemmtiiegt var að sjá fornar
basaltsúlur í Matriz-kirkju í Vila
Franca do Campo, og skírnarfont,
einnig úr basalti. Helztu bergteg-
undir í eynni eru basalt og tra-
chyte. Heillandi viðfangsefni trú-
15