Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Side 47

Eimreiðin - 01.09.1967, Side 47
DAGUR i AZOREYJUM 227 að nautaatsfélag í Ponta Delgada og komið upp luingsvæði, þar sem 3000 áhorfendur komast fyrir. Etj- endur nauta, ungir menn, eru bún- ir hvítum skyrtum með svörtum axlalindum, og þeir eru í svörtum stuttbuxum og í hvítum sokkurn. Aðeins eitt naut ómýlt er haft á leiksviðinu í einu. Einn etjaranna lioppar upp á haus nautsins og heldur sér í horn þess. Nautið reynir að hrista manninn af sér, og þarf leikni til að sitja það, er það setur undir sig hausinn, skek- ur sig og reynir allt hvað af tekur að þeyta manninum burt. Þá koma hinir etjendurnir til aðstoð- ar og reyna að keyra nautið nið- ur. Oft skrámast þeir eða reiðmað- urinn illa við atganginn, og föt þeirra rifna. Standi einhver etjar- anna sig með prýði, fleygja áhorf- endur blómvöndum niður á leik- sviðið til lians. Þess eru dæmi, að etjari meiði sig svo illa, að flytja verði hann í sjúkrahús. En stúlk- unum þykja skrámur etjara feg- urðarauki. Góðir etjarar hljóta orðstír. En auðugir verða þeir ekki. Þar skilur þá og nautaban- ana spænsku, er sumir hljóta morð fjár. Pilturinn sýndi okkur atsvæðið nýja í jaðri borgarinnar, og ekki leyndi sér, að honum fannst til um það. Rétt þar hjá var kirkju- garður. Þar voru mun fleiri graf- hýsi en í okkar kirkjugörðum, en ekki fýsti okkur að tefja þar. Hann innti okkur síðan frá, að Vasco da Gama hefði komið til Terceira árið 1499. Hann kom frá Vestur-Indíum með veikan bróður sinn, Pédro, sem lézt þar í eynni og var jarðsettur að sömu kapellu og Joáe Vaz Corte-Real. * Kristófer Kólumbus kom við í Azoreyjum árið 1493 á heimleið frá Vestur-Indíum á seglskipi sínu, Ninu. Hann hreppti ofviðri í At- lantshafi miðju. Munnmæli herma, að í lífsháska hafi skipverjar hans heitið því, að þar sem þeir eygðu land, skyldu þeir halda í land ber- fættir til þess að hlýða messu. Land eygðu þeir fyrst á St. Maríu- ey. Sagt er, að Kristófer Kólumbus hafi ekki viljað leyfa nema helm- ing skipshafnarinnar að ganga í land í þorpinu Anjos á St. Maríu- ey og vera þar við messu í Engla- kapellunni. Enda lék eyjaskeggjum grunur á, að þar tækju sjóræningj- ar land, og var þeim snarað í dýflissu. Þá er landkönnuðurinn sá, hvað fara gerði, vatt hann upp segl og sigldi til St. Mikjálseyjar. Og þegar hann hafði kynnt sér málavexti þar og sótt í sig veðrið, sigldi hann til St. Maríueyjar og samdi við landstjórann um að heimta aftur hina óskriftuðu píla- gríma. Ein veigamesta ástæðan fyr- ir því, að hinir sjóhröktu skipverj- ar landkönnuðsins voru hnepptir í varðhald, er þó talin vera sú, að landstjórinn hafði fengið leynileg- ar fyrirskipanir frá Portúgal um að handtaka Kristófer Kólumbus, ef þess væri auðið, og senda hann fanga til Lissabon, því að land- könnuðurinn hefði sviksamlega söðlað um og helgað spænsku

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.