Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Qupperneq 47

Eimreiðin - 01.09.1967, Qupperneq 47
DAGUR i AZOREYJUM 227 að nautaatsfélag í Ponta Delgada og komið upp luingsvæði, þar sem 3000 áhorfendur komast fyrir. Etj- endur nauta, ungir menn, eru bún- ir hvítum skyrtum með svörtum axlalindum, og þeir eru í svörtum stuttbuxum og í hvítum sokkurn. Aðeins eitt naut ómýlt er haft á leiksviðinu í einu. Einn etjaranna lioppar upp á haus nautsins og heldur sér í horn þess. Nautið reynir að hrista manninn af sér, og þarf leikni til að sitja það, er það setur undir sig hausinn, skek- ur sig og reynir allt hvað af tekur að þeyta manninum burt. Þá koma hinir etjendurnir til aðstoð- ar og reyna að keyra nautið nið- ur. Oft skrámast þeir eða reiðmað- urinn illa við atganginn, og föt þeirra rifna. Standi einhver etjar- anna sig með prýði, fleygja áhorf- endur blómvöndum niður á leik- sviðið til lians. Þess eru dæmi, að etjari meiði sig svo illa, að flytja verði hann í sjúkrahús. En stúlk- unum þykja skrámur etjara feg- urðarauki. Góðir etjarar hljóta orðstír. En auðugir verða þeir ekki. Þar skilur þá og nautaban- ana spænsku, er sumir hljóta morð fjár. Pilturinn sýndi okkur atsvæðið nýja í jaðri borgarinnar, og ekki leyndi sér, að honum fannst til um það. Rétt þar hjá var kirkju- garður. Þar voru mun fleiri graf- hýsi en í okkar kirkjugörðum, en ekki fýsti okkur að tefja þar. Hann innti okkur síðan frá, að Vasco da Gama hefði komið til Terceira árið 1499. Hann kom frá Vestur-Indíum með veikan bróður sinn, Pédro, sem lézt þar í eynni og var jarðsettur að sömu kapellu og Joáe Vaz Corte-Real. * Kristófer Kólumbus kom við í Azoreyjum árið 1493 á heimleið frá Vestur-Indíum á seglskipi sínu, Ninu. Hann hreppti ofviðri í At- lantshafi miðju. Munnmæli herma, að í lífsháska hafi skipverjar hans heitið því, að þar sem þeir eygðu land, skyldu þeir halda í land ber- fættir til þess að hlýða messu. Land eygðu þeir fyrst á St. Maríu- ey. Sagt er, að Kristófer Kólumbus hafi ekki viljað leyfa nema helm- ing skipshafnarinnar að ganga í land í þorpinu Anjos á St. Maríu- ey og vera þar við messu í Engla- kapellunni. Enda lék eyjaskeggjum grunur á, að þar tækju sjóræningj- ar land, og var þeim snarað í dýflissu. Þá er landkönnuðurinn sá, hvað fara gerði, vatt hann upp segl og sigldi til St. Mikjálseyjar. Og þegar hann hafði kynnt sér málavexti þar og sótt í sig veðrið, sigldi hann til St. Maríueyjar og samdi við landstjórann um að heimta aftur hina óskriftuðu píla- gríma. Ein veigamesta ástæðan fyr- ir því, að hinir sjóhröktu skipverj- ar landkönnuðsins voru hnepptir í varðhald, er þó talin vera sú, að landstjórinn hafði fengið leynileg- ar fyrirskipanir frá Portúgal um að handtaka Kristófer Kólumbus, ef þess væri auðið, og senda hann fanga til Lissabon, því að land- könnuðurinn hefði sviksamlega söðlað um og helgað spænsku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.