Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Page 48

Eimreiðin - 01.09.1967, Page 48
228 EIMREIÐIX krúnunni lönd, en brugðizt Portú- gal- Hins vegar hafði Kristófer Kól- umbus reynt að fá Portúgalskon- ung til þess að láta sig fá skip til fararinnar að reyna að komast til austurstrandar Asíu, en konungur- inn daufheyrðist við því. Kapellan í Anjos stendur enn, en hefur verið afhelguð og rúin búnaði að kalla. Þó er þar enn altari og þrískipt altarisbrík ofan þess, sögð vera úr farkosti Kristó- fers Kólumbusar, Nihu. Á bríkinni má greina Cosme og Damiáo bera lyfjakrukkur og vera að byrja að lækna sjúkan dreng, sem liggur við fætur þeirra. í kapellunni er einn- ig geymt keyri, sem sjóræningjar frá Afríku notuðu, er þeir smöl- uðu fólki og hertóku það í eynni árið 1675. Við tókum að nálgast skipið. Loft var rnjög rakt. Ljósin á Gull- fossi og á sænska skemmtiferða- skipinu Hamlet spegluðu sig í móðu hafnarinnar. Pilturinn spurði okkur að lok- um, hvort hinn sæli Mikjáll væri ekki mikils metinn á íslandi. Ég svaraði, að þótt land okkar drægi ekki nafn af honurn, því nriður, þá hefði hann ekki verið vanmet- inn. Allt fram á 19. öld nutu smal- ar Mikjáls t. d. í þinghá einni, það er á Mikjálsmessu, en Jrá skyldu Jreir einir fá alla nyt, sauðaþykkni, úr ánum. (Og það kæmi sér stund- um vel þar nyrðra, ef í nauðir ræki, að mælt væri með fólki á mikjálsvísu). Hann brosti við og kinkaði kolli. Morguninn eftir var ég árla á fótum, því að mig langaði að sjá sólarupprás í Azoreyjum. Um sjö- leytið tók að birta. Hnúkar tveir, víða iðjagrænir, komu í ljós skammt frá borginni, og minnti annar þeirra nokkuð á Helgafell í Vestmannaeyjum. Ég gekk upp í hlíðarnar, unz við tóku nýsánir akrar og steingarðar. Nokkur risa- vaxin græn tré gnæfðu upp af jafn- sléttu hér og þar. Eyjan var gróðri vafin. Hunangsilmur var úr grasi, hvar sem Jrað greri. Mér varð hugs- að til Jress, að eyjarnar voru eitt sinn stökkpallur sumra landkönn- uða til nýja heimsins. Þar komu við meðal annarra Sir Walter Ra- leigh og James Cook kapteinn. Mein var, að Leifur heppni og Jieir feðgar skyldu ekki finna þessar eyjar og nema þar land. Þá ættu íslendingar þar frændur, er töluðu íslenzka mállýzku. Logn var og dumbungur. Sólar- upprás, nokkru fyrir kl. 8, sást ekki vegna netjrykknis á himinhvolfi, en skyggni var gott eigi að síður, 14° C. lofthiti, en 16° C. urðu um miðjan daginn. Um níuleytið lögðum við, tæp- ur helmingur farþega, af stað frá skipinu í smábílum áleiðis í Furn- asdal, heils dags ferð. Nokkrir bíl- anna voru gamlir og hrörlegir. Við skoðuðum fyrst merka kirkju í Ponta Delgada, en síðan granaldingróðurhúsin miklu í jaðri hennar. Þau eru reist til að hafa jafnari hita, Jrótt ekki séu Jrau yljuð upp. Þyki blómgun ganga seint, er stundum brennt viði eina

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.