Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Side 49

Eimreiðin - 01.09.1967, Side 49
DAGUR í AZOREYJUAl 229 nótt á vetri í þeim. Úr granaldin- um er m. a. framleitt heiðgult kryddvín og voru fleygar af Jjví til sölu Jaarna — meðal annars. Heyannir þekkjast ekki í Azor- eyjum. Frá þjóðvegunum sáum við kýr ýmist á stöðli eða tjóðraðar á beit í bröttum brekkum. Við stöku kot sátu hænsni í trjám, og han- arnir gólu allt hvað af tók í veður- blíðunni. Ein og ein kona kom ofan úr ásunum með bagga af maís- hálmi eða lyngi á höfði sér til þess að baka við brauð. Brauð Jreirra Jaykja frábær, enda bökuð úr ný- möluðu korni frá síðustu uppskeru. Bil'reiðastjórinn, sem var lítt enskumælandi, benti mér á mira- douros — skyggnisglugga, sem voru nokkru ofar en kvistgluggar á fá- einum fornum bændabýlum. Þeg- ar sjóræningjar frá Norður-Afríku sveimuðu um Atlantshaf á miðöld- um og námu burt fólk til að selja það mansali, var oft skyggnzt út um glugga þessa til að geta forðað sér undan í felustaði í hæðunum, ef þau holdgetnu afkvæmi kölska nálguðust. Við ókum um þorp á eynni norðanverðri, er nefndist Rabo de Peixe (Sporðurinn). Snasir Jaar voru Jraktar purpuralitri bougan- villea glubra. Þarna voru nokkrir sumarskálar ríkra landeigenda, nú með hlerum fyrir gluggum. Við vegarbrúnir uxu mest hindarblóm (hydrangea hortensis), en hér og þar mjallhvítar fenjadísir (calla palustris), svo og breiður af mesem- brianthemum (nónblómum). Þá komurn við að Borgunum sjö. Nafnið er ærið torráðið, Jjví að Jjær eru 7 stöðuvötn, og tvö þeirra mest, annað grænt, en hitt blátt. Þetta eru gamlir eldgígar, afardjúpir. Sagnir herma, að vötn jjessi dragi nöfn af 7 biskupum, fyrirliði þeirra hafi verið erkibisk- upinn af Oporto, en þeir hafi flú- ið eftir ósigur við Mára árið 712 e. Kr. við Merida. Eftir að biskup- ar Jjessir misstu mannaforráð sín, er sagt að Jjeir hafi siglt í landa- leit, og er þeir fundu eyjuna, stofnuðu Jjeir Borgirnar sjö. Síðar sukku borgir þessar í ægilegu flóði. Litur græna gígsins minnir á ævafornt, veðrað koparþak. En lit- ur bláa gígsins líkist bláma sumra gjánna á Þingvöllum. Sagt er, að bláeyg kóngsdóttir úr Borgunum sjö og grænevgur smali þar í grennd hafi fellt hugi saman. Þeim var með hörku bægt frá að njótast. Og þótt þeim væri kunnugt, að ástin er eilíf, grétu þau svo á skiln- aðarstundinni, að táraflóð hvors fyllti sinn gíg. Af því stafar litur- inn. Skammt norðan Borganna sjö er héraðið Brittany, fimm sjávarþorp. Þar kvað vera óvenjulega margt bláeygt fólk, en þorri eyjarskeggja hefur ýmist dökkbrún, svört eða ívið grænleit augu. í kvos einni stórri hjá smáþorpi, er stóð í grennd við dalbrún, var okkur sýnt mesta hverasvæði Furn- as. í basalthól miklum með höggn- urn tröppum sums staðar fyrir ferðalanga voru ýmist tærir, bull- andi hverar eða brennisteinshverar skammt burtu, er þeyttu leðju og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.