Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.09.1967, Blaðsíða 49
DAGUR í AZOREYJUAl 229 nótt á vetri í þeim. Úr granaldin- um er m. a. framleitt heiðgult kryddvín og voru fleygar af Jjví til sölu Jaarna — meðal annars. Heyannir þekkjast ekki í Azor- eyjum. Frá þjóðvegunum sáum við kýr ýmist á stöðli eða tjóðraðar á beit í bröttum brekkum. Við stöku kot sátu hænsni í trjám, og han- arnir gólu allt hvað af tók í veður- blíðunni. Ein og ein kona kom ofan úr ásunum með bagga af maís- hálmi eða lyngi á höfði sér til þess að baka við brauð. Brauð Jreirra Jaykja frábær, enda bökuð úr ný- möluðu korni frá síðustu uppskeru. Bil'reiðastjórinn, sem var lítt enskumælandi, benti mér á mira- douros — skyggnisglugga, sem voru nokkru ofar en kvistgluggar á fá- einum fornum bændabýlum. Þeg- ar sjóræningjar frá Norður-Afríku sveimuðu um Atlantshaf á miðöld- um og námu burt fólk til að selja það mansali, var oft skyggnzt út um glugga þessa til að geta forðað sér undan í felustaði í hæðunum, ef þau holdgetnu afkvæmi kölska nálguðust. Við ókum um þorp á eynni norðanverðri, er nefndist Rabo de Peixe (Sporðurinn). Snasir Jaar voru Jraktar purpuralitri bougan- villea glubra. Þarna voru nokkrir sumarskálar ríkra landeigenda, nú með hlerum fyrir gluggum. Við vegarbrúnir uxu mest hindarblóm (hydrangea hortensis), en hér og þar mjallhvítar fenjadísir (calla palustris), svo og breiður af mesem- brianthemum (nónblómum). Þá komurn við að Borgunum sjö. Nafnið er ærið torráðið, Jjví að Jjær eru 7 stöðuvötn, og tvö þeirra mest, annað grænt, en hitt blátt. Þetta eru gamlir eldgígar, afardjúpir. Sagnir herma, að vötn jjessi dragi nöfn af 7 biskupum, fyrirliði þeirra hafi verið erkibisk- upinn af Oporto, en þeir hafi flú- ið eftir ósigur við Mára árið 712 e. Kr. við Merida. Eftir að biskup- ar Jjessir misstu mannaforráð sín, er sagt að Jjeir hafi siglt í landa- leit, og er þeir fundu eyjuna, stofnuðu Jjeir Borgirnar sjö. Síðar sukku borgir þessar í ægilegu flóði. Litur græna gígsins minnir á ævafornt, veðrað koparþak. En lit- ur bláa gígsins líkist bláma sumra gjánna á Þingvöllum. Sagt er, að bláeyg kóngsdóttir úr Borgunum sjö og grænevgur smali þar í grennd hafi fellt hugi saman. Þeim var með hörku bægt frá að njótast. Og þótt þeim væri kunnugt, að ástin er eilíf, grétu þau svo á skiln- aðarstundinni, að táraflóð hvors fyllti sinn gíg. Af því stafar litur- inn. Skammt norðan Borganna sjö er héraðið Brittany, fimm sjávarþorp. Þar kvað vera óvenjulega margt bláeygt fólk, en þorri eyjarskeggja hefur ýmist dökkbrún, svört eða ívið grænleit augu. í kvos einni stórri hjá smáþorpi, er stóð í grennd við dalbrún, var okkur sýnt mesta hverasvæði Furn- as. í basalthól miklum með höggn- urn tröppum sums staðar fyrir ferðalanga voru ýmist tærir, bull- andi hverar eða brennisteinshverar skammt burtu, er þeyttu leðju og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.