Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Page 52

Eimreiðin - 01.09.1967, Page 52
232 EIMREIÐIN gáfum við hann og Furnasdalinn töfrafagra. Enn áttum við margt ókannað annars staðar. Stundu fyrir brottför skipsins skyldum við vera á skipfjöl. Mér virtust eyjarskeggjar við- felldnir. Hin portúgalska lnig- kværnni að setja sig inn í hugsun- arhátt þeirra þjóða, er þeir segja fyrir, og taka upp hætti þeirra, hefur ef til vill aldrei verið met- in að fullu. Svo að vitnað sé til Portúgala á Indlandi, má benda á, að stjórnmálaleiðtoginn Gandhi synjaði fylgismönnum sínum um stuðning til þess að innlima portú- gölsku nýlenduna Goa á Malabar- strönd í indverska ríkið. Gandhi taldi innlimun óheiðarlega, þar eð íbúar Goa nytu frelsis og menn- ingar svo mikillar, að hann eygði eigi í langri framtíð annað eins Indlandi til handa. Þau válegu tíðindi spurðust um heiminn í des. árið 1961, að ind- verskt herlið hefði með aðstoð flughers og flota gert innrás í Goa og lagt það undir indverska ríkið. Slíkt var ekki beinlínis í anda hins fallna foringja. Um áttaleytið unt kvöldið létti Gullfoss, okkar ágæta skip, akker- um. Siglt skyldi í suðaustur í 36 stundir til annarrar portúgalskrar eyjar, Madeira (Viðeyjar). Ég sakn- aði St. Mikjálseyjar mjög. ,,Sem gnoðir, er mætast í myrkrum og mælast við eina svipstund, vér hittumst á hafi lífsins." Einar Guðmundsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.