Eimreiðin - 01.09.1967, Page 54
Risu hallir úr roðasteinum,
runnu skip á silfurteinum.
My?idadjásn ur marmara einum.
máttu prýða torgin.
En alltaf býr hún einhvers staðar, sorgin.
Gœfan mina greip um mund,
gekk ég oft á hennar fund.
Ég blundaði i birkilund,
blá voru rekkutjöldin.
Stjörnuaugun störðu á mig á kvöldin.
Ég dansaði við dróttir lands,
dáðrík sveit og meyjafans
bryntu mér og brugðu krans,
buðu mér tign og völdin.
Stjörnuaugun störðu á mig á kvöldin.
Ég sveif i gegnum brim og boða,
blitt mig vafði i morgunroða.
Nóg var alltaf nýtt að skoða
um náttúruna alla.
En alltaf heyrðist mér einhver vera að kalla.
Margar lœrði ég listir braga,
lék ég pcer um nótt og daga,
en pað er aftur önnur saga,
unga, litla táta.
Alltaf heyrðist mér einhver vera að gráta.
Lék ég mér um loft og sjá,
unz lagði gœfan burt mér frá.
Brotnuðu mínar borgir þá,
brann minn skipafjöldinn.
Furðuleg mér fundust syndagjöldin.