Eimreiðin - 01.09.1967, Page 62
242
EIMREIÐIN
um hina leyndu hlið indverskrar
heimspeki undir liandleiðslu hins
persónulega fræðara konungsins.
Sá, sem þessar línur ritar, hafði
lengi haft hug á því að sjá Brun-
ton og kynnast honum persónu-
lega. Hafði ég lesið flestar bækur
hans mér til sálubóta, og skal því
ekki leynt, að mér virtist liann
vera einn af allra athyglisverðustu
andlegum fræðurum Vesturlanda,
þeirra, er ég hef átt kost á að
kynnast af lestri bóka. Fannst mér
fara saman hjá honum mikill and-
legleiki (,,spirituality“), skörp hugs-
un og greinargóð og mikil þekk-
ing á þroskalögmálum sálarinnar
og úrkostum mannsandans yfirleitt.
Og að svo miklu leyti sem ég hafði
prófað kenningar hans og farið
eftir þeim í lífi mínu og starfi,
reyndust þær réttar og mjög hag-
kvæmar (,,praktiskar“). Þetta voru
ekki svo lítil meðmæli með mann-
inum og fræðum hans.
Sumarið 1952 dvaldist ég um
tíma í Danmörku ásamt konu
minni, meðal annars til þess að
kynnast danska dulspekingnum
Martinusi Thomsen. Hittist þá
svo á, að Brunton var í Kaup-
mannahöfn, að nokkru leyti í
sömu erindum og ég, þ. e. að
kynna sér kenningar Martinusar.
— Áttum við þess kost að hitta
Brunton fjórum sinnum, þrisvar
í Kaupmannahöfn og einu sinni
í Kosmos Ferkby á Norður-Sjá-
landi, en þar hefur Martinus eins
konar sumarbúðir fyrir starfsemi
sína.
Meðan Brunton dvaldist í Kaup-
mannahöfn, hélt hann til í heim-
kynnum Martinusar (Mariendals-
vej 94—96). Óskaði hann þess að
fá að vera þarna í friði, til þess
að geta sinnt aðalerindi sínu, en
það var, eins og áður er sagt, að
kynna sér kenningar Martinusar.
En einhvern veginn barst það
fljótt út, að Brunton væri staddur
þarna, og þá var ekki að sökum
að spyrja. Fékk hann heimsóknir
margra manna, sem sumir komu
fyrst og fremst fyrir forvitni sakir,
og mjög var hann einnig ónáðað-
ur í síma. Brunton varð að gefast
upp við einangrunaráform sitt, og
síðasta daginn, er hann dvaldist í
Kaupmannahöfn, tók hann á móti
blaðamönnum, og birtust viðtöl
við hann í helztu blöðum borgar-
innar daginn eftir. Hér skal birtur
útdráttur úr viðtali, er birtist í
„Berlingske Tidende“, því að svo
lángt sem það nær, er skoðunum
Bruntons þar rétt lýst. Blaðamað-
urinn spyr og Brunton svarar:
Getum vér komizt í snertingu
við eða náð tökum á vorri eigin
sál?
Vér getum að minnsta kosti séð
henni bregða fyrir. Miklir lista-
menn þekkja þetta, t. d. tónskáld,
þegar þau skapa verk sín. Þetta er
uppgötvun skyldleikatengsla milli
þín og guðs, liins stjórnandi kraft-
ar á bak við hinn ytri heim, inn-
sæis þekking, sem einkum verð-
ur vart hjá kaþólskum dulspeking-
um.
Og hvað er svo ávinningurinn
við þessa útþenslu vitundarinnar?
Meiri hamingja?