Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 63

Eimreiðin - 01.09.1967, Síða 63
HULDUSJÓtílH HJARIASS 243 Nei! Hamingja er ekki takmark- ið. En ef til vill meiri friður, innri friður og samræmi við umhverfi vort. Hvaða ákveðna leið viljið þér nú benda á tii þess að öðlast þennan aukna frið? Lausn málsins er að mínum dómi eins konar málamiðlun. Það iiggur í augum uppi, að fólk hér á Vesturlöndum getur ekki dregið sig út úr heiminum. En hver ein- asti maður getur varið 20 eða 30 mínútum daglega til þess að draga sig algjörlega í hlé, gleyma öllu um hið persónulega líf sitt. Vér getum svo hægt og sígandi lært, hvernig vér eigurn að beina athygli vorri inn á við að oss sjálfum og gera hugsanir vorar rólegar og kyrrar. Það er eins konar andleg hvíldartækni, sem smárn saman mun færa oss meiri frið og meiri skilning á því, hvers vegna vér er- um hér í þessum heimi. En auð- vitað megum vér heldur ekki van- rækja vitsmunaeðli vort. Það er að minnsta kosti jafn háskalegt og að gefa því einræðisvald. Vér megum ekki týna sjálfum oss í draumum. Er þetta eina leiðin? Nei, ekki hin eina. Margar leið- ir má ganga. Finna má samræmi í fegurð náttúrunnar eða í hljóm- listinni. En jiað er augljóst mál, að heiminum er stórkostleg þörf samræmis. * Þannig hljóðar þessi útdráttur úr blaðaviðtali við Rrunton. Þó að stuttur sé, lýsir hann að mínum dómi vef eðli og anda þess boð- skapar, sem verið liefur hlutskipti Bruntons að flytja heiminum, sér- staklega Vesturlöndum. En sumt þarf þó skýringu við. Þegar Brun- ton segir, að takmarkið, sem stefnt sé að, sé ekki hamingja, á hann fyrst og fremst við veraldlega ham- ingju eða velgengni. Ávinningur- inn er fyrst og fremst innri liam- ingja eða sálarfriður. En hitt er annað mál, að þegar þessari innri hamingju er náð, getur ytri ham- ingja siglt í kjölfar hennar, ef ör- lög leyfa, og þá er líka fyrir því séð, að hinn ytri velfarnaður verði til blessunar — verði ekki nein hefndargjöf. Þroskaleið sú, sem Brunton fræðir oss um og nefnd hefur ver- ið „leiðin dulda“ eða „hulduslóðir hjartans", eins og hún var einu sinni nefnd í Tíbet, er auðvitað ekki uppgötvun, sem hann hefur neinn einkarétt á. Hér er um að ræða gamla austræna leið, sem á sínum tíma var talin styzta leiðin til mannlegs fullkomleika og líka stundum nefnd „beina leiðin“. — En Brunton liefur allra manna mest og bezt kynnt þessa leið og varðað hana hér á Vesturlöndum, og rná raunar með nokkrum rétti segja, að hann hafi gefið hana hin- um vestræna heimi. Hún er ekki eina leiðin til mannlegrar full- komnunar, eins oog Brunton við- urkennir svo hógværlega í blaða- viðtalinu. En hitt leyfi ég mér að fullyrða, að hún hafi öll skilyrði til þess að henta vel hinum at-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.