Eimreiðin - 01.09.1967, Page 65
HULDUSJÓÐIR HJARTANS
245
Um útlit Bruntons er þetta að
segja: Hann er maður mjög lág-
vaxinn og grannur, en beinvaxinn.
Hár hefur hann misst, en alskegg
iiefur hann, oddmyndað, og er það
orðið grátt. Andlit hans er frítt,
en það, sem mesta eftirtekt vekur,
eru augu hans. Þau eru sérstaklega
fögur, róleg og mild, móleit að lit.
Svipurinn ber vott um frið, mildi
og íhygli. Mér fannst hann minna
á sumar myndir af Kristi. Hann
brosir mjög fagurlega og yfirleitt
er framkoma lians nijög fáguð, og
það svo mjög, að mér fannst flest-
ir aðrir ofurlítið grófir í návist
hans, jafnvel jieir, sem annars urðu
að teljast vel siðaðir, eftir }jví sem
gerist hér á Vesturlöndum.
Til er danskt spakmæli, þar sem
málinu er líkt við silfur, en jiögn-
inni við gull. Stór þáttur í kenn-
ingum Bruntons er hin mikla
áherzla, sem hann leggur á þögn-
ina og rétta meðferð hennar, og
það er ekki sízt þess vegna, að boð-
skapur hans á svo rnikið erindi til
Vesturlanda, inn í allan hávaðann
jjar og hamaganginn.
Ég hafði orð á því við Brunton,
að ef hann kæmi til íslands, mundi
hann jjar fá marga áheyrendur, því
að hann væri þekktur þar og dáð-
ur. Virtist mér jretta gleðja hann
og hafði hann góð orð um, að láta
ekki ísland verða útundan, ef hann
tæki aftur upp fyrirlestrahald, en
hann hefur ekki starfað með þeim
liætti um margra ára skeið.
í utanför minni 1952 var ég ekki
fyrst og fremst að leita nýrra staða,
þó að slíkt geti átt fullan rétt á
sér, heldur manna. Ég var í sálar-
leit. Og einn af þeim mönnum,
sem varð mér ógleymanlegur og
ég er jjess vegna jjakklátur fyrir að
hafa kynnzt, er vissulega Poul
Brunton. Mundi ég fagna því
mjög, ef hann bæri hér einhvern
tíma að garði, — þessi vestræni
yogi, þessi gullgerðarmaður þagn-
arinnar, sem með bókum sínum
hefur gjörbreytt lífi margra manna
og borið mikið ljós inn í efnis-
hyggjumyrkur Vesturlanda. — Og
Jjó að hann flytti ekki fyrirlestra,
væri návist hans góð, og þögn
hans ef til vill áhrifameiri en lang-
ar ræður annarra manna. Og hann
mundi „prédika á stéttinni" og
prédika vel, eins og sagt var um
suma gömlu prestana.