Eimreiðin - 01.09.1967, Qupperneq 68
248
EIMREIfílN
ekki fyrst og i'remst, live mikið
er leikið, sem gildir, þegar öllu
er á botninn hvolft, heldur hvað
það skilur eftir í vitund áhorfenda,
bæði yfir og undir. „Galdra-Loft-
ur“ i Þjóðleikhúsinu, þar sent
Gunnar Eyjólfsson leikur aðal-
hlutverkið, hlýtur að skilja tals-
vert eftir, að minnsta kosti í huga
eldri kynslóðarinnar, sem enn
man óhugnað myrkursins í skamm-
deginu, úti og inni. Gunnar leik-
ur nafna af miklum tilþrifum,
ekki vantar ]tað. Hann glímdi
ungur við Loft, og lagði þá eins
og gefur að skilja mesta áherzlu
á það í fari hans, sem hann skildi
bezt, gerði hann að rómantískum
sveimhuga. í þetta skipti lagði
hann mesta áherzlu á sálarumrót-
ið og lék lilutverkið þannig, að
Loftur varð nútíma hraða- og
hávaða-fórnarlamb, gerbilaður á
taugum og lífsvon hans einungis
í því fólgin, að hann yrði lokað-
ur inni á órólegu deildinni á
Kleppi, áður en hann komst út í
Hóladómkirkju. Eftir svo sem tíu
ár mundi Gunnar eflaust geta
sameinað þessa tvo Lofta sína í
einn, er tæki öllum þeim Loftum
fram, sem hér hafa sézt og heyrzt
á leiksviði, og yrði þá hans fræg-
asta hlutverk. En þá yrði líka að
setja leikritið á svið eins og höf-
undurinn gekk frá því. Það var
skemmdaverk af hálfu leikstjóra
að nema brott lokaatriði leiksins.
Slíkt á ekki að láta viðgangast.
„Hornakórall“ Odds Björnsson-
ar á sviði Þjóðleikhússins táknar
afstöðu ungu kynslóðarinnar til
myrkramaktadufls liðinna kyn-
slóða. Afstöðu rafljósakynslóðar-
innar. Galdra-Loftur Odds er nú-
tímalegt fyrirbæri, hann vill ná
valdi á djöflinum með rafeinda-
tækni og slíkum tilfæringum. Mon-
sjör djöfull birtist, og er skemmti-
legasti náungi í túlkun Róberts,
minnir mjög á kölska þann, sem
Oddaklerkur náði tökum á forð-
um. Það væri verk fyrir kynslóða-
sálfræðinga að bera þessa tvo
Galdra-Lofta saman, Jóhanns Sig-
urjónssonar og Odds Björnssonar.
„Gríma“ sýndi „Jakob eða upp-
eldið“ eftir Ionescu í Tjarnarbæ
fyrir skömmu, bráðvel gerðan ein-
þáttung í þýðingu Karls Guð-
mundssonar og skemmtilega svið-
settan undir stjórn Bríetar Héð-
insdóttur. Ionescu er þar samur
við sig og sínar persónur. Leik-
endur skorti yfirleitt það, sem með
þurfti til þess að gera þessu firru-
verki viðhlítandi slc.il, en hin unga
og vaxandi leikkona, Brynja Bene-
diktsdóttir, stóð sig prýðilega. —
„Gríma“ er nauðsynlegur leik-
flokkur og þyrfti að eflast til
átaka.
Leikflokkur litla sviðsins sýndi
tvö heldur ómerkileg prófverkefni
að Lindarbæ, en flokk þennan
skipa nýútskrifaðir nemendur úr
leikskóla Þjóðleikhússins. Kevin
Palmer hefur stjórnað æfingunum.