Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Page 72

Eimreiðin - 01.09.1967, Page 72
252 Framvegis hngsa ég fyrir skrokkinn! Og hvenær hefur íslenzkri niðurlæg- ingu verið betur lýst í örstuttu máli: Brátt eru öll vor hjartahólf á þönutn. Svo fer þeim, er sópa gólf hjá könum, hjá Amerikönum. Ekki eru allar vísur Þorsteins jafn- góðar, livernig mætti það líka vera, en engin beinlínis léleg. Til saman- burðar við það, sem áður er talið, nefni ég vísuna „Líf og ljóð“: Stutt hlytu Ijóðskáld að lifa, ef þau lifðu á þvi sem þau skrifa. En þau lifa’ ekki’ á því; — þau lifa í þvi; það er Ijóðið — i þvi sem þau skrifa. Svipuðu máli gegnir um fáeinar vísur aðrar, mér finnst þær svolítið „billeg- ar“, ég nefni sem dæmi vísurnar „Kerlingarprestur" og „Q. e. d.“. Eins og sjá má af þessu, las undir- ritaður þessar „fimmlínur" Þorsteins sér til óblandinnar ánægju. Að minni hyggju er þetta ekki bók, sem ber að lesa fljótt og hratt. Til þess að liafa af henni full not og ánægju, held ég hyggilegra að grípa til hennar öðru hverju, lesa og læra vísu og vísu og velta fyrir sér. Á þann hátt njóta sín bezt helztu kostir Þorsteins Valdimars- sonar, næm skynjun hans á íslenzkt landslag og ísmeygilega hnyttin ádeila hans á það vesalings fólk, sem þetta sania land ljyggir. Þess er að lokum skylt að geta, að Heimskringla gefur þessa bók út eink- ar smekklega, og frú Barbara Árna- son hefur myndskreytt, ágæta vel að vanda. Jón Thór Haraldsson. / Indriði G. Þorsteinsson: ÞJÓFUR í PARADÍS. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1967. Fáir höfundar hafa átt eins mikilli velgengni að fagna við upphaf ferils síns, eins og Indriði G. Þorsteinsson. Indriði hóf rithöfundarferil sinn á hagstæðum tíma, þar sem þá hafði um skeið ríkt ládeyða í íslenzkum sagnaskáldskap og lítið nýtt komið fram. Auk þess hafði Indriði óvenju- lega hæfileika til brunns að bera, og frá skáldskap hans andaði hressilegum og nýjum blæ. „79 af stöðinni" var að vissu leyti tímamótaverk og ekki ósennilegt að til þeirrar bókar megi að einhverju leyti rekja þá grósku, sem orðin er í hérlendum sagnaskáldskap. Það var ferskur tónn í þeirri bók — tónn, sem margir töldu sig geta rakið til erlendra höfunda, einkum bandarískra. Tólf ár eru nú liðin frá útkomu þeirrar bókar, og á þeim árum hefur Indriði aðeins sent frá sér eina skáld- sögu, unz nú fyrir jólin kom út skáld- sagan „Þjófur í paradís". „Þjófur í paradís“ er ekki mikil bók að vöxtum, og mætti eins kalla hana langa smásögu, eins og skáldsögu. Eigi að síður tekur hún fyrri bókum Ind- riða fram að rnörgu leyti, þótt atburð- ir séu nokkuð fjarlægir, a. m. k. ungu fólki. Varla hefur Indriða tekizt eins vel í skýrri persónusköpun og í þessari bók. Hervaldur og Kolfinna í Sval- vogum, Steinn í Svarðbæli og Björn á Dunki eru manni orðnar kunnug- legar persónur að lestri bókarinnar loknum. Samtöl persónanna eru

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.