Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1967, Page 74

Eimreiðin - 01.09.1967, Page 74
254 EIMREIÐIN í svipmóti landsins birtist það, sem er. í tíbrá loftsins leiftrar það, sem var, meðan landið og tíbráin leika á hvörfum þess leifturs, sem er, og þess ljóss, sem var. Bók Erlendar skiptist í þrjá kafla. Fyrsti nefnist Dropar og sandkorn. Annar kafli bókarinnar eru þýdd ljóð eftir Englendinginn Charles Tomlin- son. Nú er það virkilega góðra gjalda vert að kynna verk erlendra ljóðskálda íslenzkum lesendum, enda hefur þar ekki veriö um auðugan garð að gresja. Hitt er annað mál, að illa fer á því að hafa þýdd ljóð og frumsamin í sömu bók, og mundi ég telja það meg- ingalla á bók Erlendar. Þýdd ljóð eiga að koma fram á öðrum vettvangi, en skilja verður sjónarmið höfundar, þar sem ósennilegt er að íslenzkir útgef- endur séu óðfúsir til að gefa út þýdd ljóð. Orð og andartak nefnist síðasti kafli bókarinnar. Þar fjallar Erlendur um hið daglega líf, og sannar um leið, að hann á auðvelt með að ríma. Sum kvæði í þessum kafla minna jafnvel meira á tækifærisstökur en ljóð, t. d. Alþingisríma liin nýja: Á ég að segja þér að ég er nú smeykur um það, að þú hafir rangt fyrir þér í þinni ræðu gegn mér. Málstaður þinn er magur og málflutningur ófagur. Þú ættir því, satt að segja, að setjast á rassinn og þegja. Óhætt er að segja, að Erlendur Jóns- son hafi með bók sinni Skuggar á torgi skapað sér verðugan sess meðal ungra, íslenzkra ljóðskálda, og vænta má þess, að hann tryggi hann með áframhaldandi yrkingum og útgáfu bóka. St. J. L. ÍSLAND. NÝTT LAND. Leiftur h.f. Þetta er mynda- og fróðleiksbók um Island, með formála eftir Kristján Eldjárn þjóðminjavörð, en William A. Keith annaðist ljósmyndun og samdi myndatexta. Kristján Eldjárn lýsir vel hlutverki bókarinnar: „Hlutverk þessarar bókar er að sýna og geyma myndir frá íslandi, eynni miklu í Norður-Atlantshafi, sem skáld ln fur sagt um, að líktist eng- um löndum. Og skáld íslendinga hafa verið miirg, og margt liafa þau sungið um landið og átt sinn jrátt í þvi að opna augu þjóðarinnar fyrir mikilleik þess og sögulegum örlögum. í kjölfar skáldanna komu myndlistarmenn og sýndu þjóðinni land sitt í nýstárlegu og undraverðu ljósi. Með skáld og listamenn í fararbroddi hefur íslenzka þjóðin á síðustu öld og þessari numið land sitt öðru sinni og með nýjum hætti... . Þessari bók er ætlað að vera til minningar liverjum þeim, sem þeg- ar hefur numið ísland á þennan hátt, og til kynningar hinum, sem senn munu feta í fótspor þeirra.“ Lesmál er á íslenzku, ensku og Norðurlandamáli. Setningu, prentun og bókband hafði með höndum fyrir- lækið Frobenius AG, Basel (Sviss). — Ljósmynd efst á bls. 52 er eftir Hreið- ar Marteinsson. Uppdrætti innan á spjöldum gerði Ragnar Lárusson. Frágangur er að öllu hinn vandað- asti. Bókin er kjörgripur, sem erlendir ferðamenn, er ísland heimsækja, vafa- laust hafa heim með sér — og tilvalin er hún sem gjöf íslenzkra manna til erlendra vina. A. Th.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.