Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Side 14

Eimreiðin - 01.01.1968, Side 14
Ekki á einu saman brauði Um almenningsbókasöfn eftir Guðmund G. Hagalín Almenn alþýðufræðsla á sér ekki langa sögu. Alþýðan var yfir- leitt kúguð og kvalin, á hana litið sem nauðsynlegan arðnxa þjóð- höfðingja, aðalsmanna og stóreignamanna og eins konar þúsnnd- fætlu til nota á vígvöllum til landvarna og landvinninga. I Vestur- Evrópu olli upplýsingarstefna 18. aldarinnar nokkurri breytingu á viðhorfunum til almennrar fræðslu, og meðal annars tók þá mót- mælendakirkjan að telja nauðsynlegt að kenna fólki að lesa til þess að það gæti frekar lært og fest sér í minni sáluhjálpleg höfuð- atriði kristindómsins og væri betur hæft til að iðka heimilisguð- rækni. Af þessu leiddi meðal annars hina góðkunnu sendiför Lud- vigs Harboes hingað til lands. En það er þó ekki fyrr en með frelsishreyfingum 19. aldarinn- ar og hinu nýstárlega, en takmarkaða lýðræði, að ráðandi mönn- um í menningarmálum og stjórnmálum verður fyllilega ljóst, að alþýðufræðsla sé knýjandi nauðsyn. Kjörgengi og kosningarréttur varð hvort tveggja almennara með hverjum áratugnum sem leið, og svo var þá auðsætt, að skilyrði fyrir skynsamlegri og heillavæn- legri afstöðu almennings væri aukin Jrekking og þar með dóm-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.