Eimreiðin - 01.01.1968, Síða 15
EKKl Á EINU SAMAN BRAUfíl
5
greind, áhugi og víðsýni. Aukin þjóðerniskennd og vaxandi tækni
og fjölbreytni á sviði atvinnuvega og viðskiptalífs ýtti jDarna undir.
Iðjuhöldar og aðrir áhugamenn um atvinnu- og markaðsmál skildu
það margir hverjir tiltölulega fljótlega, að illa uppfræddur og
áhugalaus almenningur hentaði þeim ekki lengur, og hin hrað-
vaxandi verkalýðshreyfing lagði sívaxandi áherzlu á aukna alþýðu-
fræðslu. í barnaskólunum var í fyrstu aðeins kenndur lestur, skrift
og eitthvað í reikningi, en brátt var þar bætt við nýjum náms-
greinum, og svo var tekið að stofna framhaldsskóla handa almenn-
ingi. En áhugamenn um menningarmál og þjóðargengi sáu fljót-
lega, að skólar væru ekki einhlítir til að viðhalda æskilegum og
raunar nauðsynlegum áhuga almennings á aukinni þekkingu í
samræmi við hinar hraðfara breytingar á flestum sviðum þjóðlífs-
ins. Og svo verða þá til bókasöfn handa alþýðu og lestrarfélög,
enda varð fjölmörgum ráðamönnum það ljóst, að jafnvel sem tóm-
stundagaman hefði lestur bóka ærið Jrjóðfélagslegt gildi.
Bandaríkjamenn gerðust þegar fyrir miðja 19. öld forgöngumenn
um stofnun almenningsbókasafna, og þar hefur vöxtur þeirra og
viðgangur orðið geysimikill og víðtækur, þótt gnægð sé þar alls
konar skóla. Hafa ýmsir hinna mestu iðjuhölda verið manna áhuga-
samastir um þau mál. Þeir hafa talið sér til hagsbóta stofnun og
starfsemi slíkra safna, Jrar sem verkamenn þeirra ættu kost hvers
konar fræðibóka og auk þess hlytu ódýrari og að minnsta kosti
meinlausari tómstundaskemmtun en víðast annars staðar. Einn
hinn merkasti af bandarískum iðjuhöldum hefur látið hafa eftir
sér:
„Um hagkvæma nýbreytni um ýmis vinnubrögð á ég meira að
þakka hugvitssömum verkamönnum, sem hafa aflað sér tæknilegrar
þekkingar í almenningsbókasöfnum, heldur en nokkrum hinna há-
lærðu sérfræðinga, sem ég hef í þjónustu minni, þó að ég geti
raunar ekki heldur án þeirra verið.“
Bretar fylgdust vel með því, sem gerðist í þeirra gömlu, amerísku
nýlendu, og þeir urðu J^jóða fyrstir til að setja lög um almennings-
bókasöfn. Á Norðurlöndum höfðu lýðháskólamenn og verkalýðs-
hreyfingin forgöngu um stofnun lestrarfélaga og almenningsbóka-
safna, en það var Jró ekki fyrr en eftir heimsstyrjöldina fyrri, að
ráðamenn létu sér almennt skiljast, hve þörf þeirra væri brýn og
mikilvægi þeirra víðtækt. Á síðustu fjórum áratugum hefur skiln-
ingurinn á margháttaðri gagnsemi þeirra farið sívaxandi jafnt í