Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Qupperneq 15

Eimreiðin - 01.01.1968, Qupperneq 15
EKKl Á EINU SAMAN BRAUfíl 5 greind, áhugi og víðsýni. Aukin þjóðerniskennd og vaxandi tækni og fjölbreytni á sviði atvinnuvega og viðskiptalífs ýtti jDarna undir. Iðjuhöldar og aðrir áhugamenn um atvinnu- og markaðsmál skildu það margir hverjir tiltölulega fljótlega, að illa uppfræddur og áhugalaus almenningur hentaði þeim ekki lengur, og hin hrað- vaxandi verkalýðshreyfing lagði sívaxandi áherzlu á aukna alþýðu- fræðslu. í barnaskólunum var í fyrstu aðeins kenndur lestur, skrift og eitthvað í reikningi, en brátt var þar bætt við nýjum náms- greinum, og svo var tekið að stofna framhaldsskóla handa almenn- ingi. En áhugamenn um menningarmál og þjóðargengi sáu fljót- lega, að skólar væru ekki einhlítir til að viðhalda æskilegum og raunar nauðsynlegum áhuga almennings á aukinni þekkingu í samræmi við hinar hraðfara breytingar á flestum sviðum þjóðlífs- ins. Og svo verða þá til bókasöfn handa alþýðu og lestrarfélög, enda varð fjölmörgum ráðamönnum það ljóst, að jafnvel sem tóm- stundagaman hefði lestur bóka ærið Jrjóðfélagslegt gildi. Bandaríkjamenn gerðust þegar fyrir miðja 19. öld forgöngumenn um stofnun almenningsbókasafna, og þar hefur vöxtur þeirra og viðgangur orðið geysimikill og víðtækur, þótt gnægð sé þar alls konar skóla. Hafa ýmsir hinna mestu iðjuhölda verið manna áhuga- samastir um þau mál. Þeir hafa talið sér til hagsbóta stofnun og starfsemi slíkra safna, Jrar sem verkamenn þeirra ættu kost hvers konar fræðibóka og auk þess hlytu ódýrari og að minnsta kosti meinlausari tómstundaskemmtun en víðast annars staðar. Einn hinn merkasti af bandarískum iðjuhöldum hefur látið hafa eftir sér: „Um hagkvæma nýbreytni um ýmis vinnubrögð á ég meira að þakka hugvitssömum verkamönnum, sem hafa aflað sér tæknilegrar þekkingar í almenningsbókasöfnum, heldur en nokkrum hinna há- lærðu sérfræðinga, sem ég hef í þjónustu minni, þó að ég geti raunar ekki heldur án þeirra verið.“ Bretar fylgdust vel með því, sem gerðist í þeirra gömlu, amerísku nýlendu, og þeir urðu J^jóða fyrstir til að setja lög um almennings- bókasöfn. Á Norðurlöndum höfðu lýðháskólamenn og verkalýðs- hreyfingin forgöngu um stofnun lestrarfélaga og almenningsbóka- safna, en það var Jró ekki fyrr en eftir heimsstyrjöldina fyrri, að ráðamenn létu sér almennt skiljast, hve þörf þeirra væri brýn og mikilvægi þeirra víðtækt. Á síðustu fjórum áratugum hefur skiln- ingurinn á margháttaðri gagnsemi þeirra farið sívaxandi jafnt í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.