Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Page 29

Eimreiðin - 01.01.1968, Page 29
gullstengurnar hverfa 19 stanza núna, en hún sækir mig í kvöld. Hún veit sem er, að gæinn er ekki heima, hugsaði Óli gramur. Hann lét þó ekki á neinu bera og bauð Birni inn, skemmtilegri gest var naumast hægt að fá. Innan lítillar stundar var kex og rjúkandi kaffi komið á borð- ið. Óli bað Björn að gera svo vel, þó að heldur væru þetta lítilfjör- legar veitingar í samanburði við gestrisnina á Sandbakka. Iss, minnstu ekki á það, sagði Björn brosandi og vildi gera sem minnst úr þessum hlutum. Eins og endranær var Björn á Sandbakka í sólskinsskapi, sagði skrýtlur og hló. Það þurfti eng- tun að leiðast í návist lians. Að þessu sinni var Björn gagngert kominn til að hitta Val og fá nánari fregnir af uppgreftrinum. Hann notaði tímann meðan hann beið til að spyrja Óla spjör- onum úr um allt, er varðaði gull- skipið. Og Óli leysti úr öllu, sem Eezt hann kunni. Heyrðu, Óli minn, sagði Björn líkt og í trúnaði og lækkaði róm- inn, eins og honum hefði allt í oinu dottið eittlivert snjallræði í hug. Ég hefði nú gaman af að kíkja á gullstengurnar í kassan- um og sjá dýrðarljómann með mínum eigin augum. Það ætti nú að vera óhætt. Mér skilst að þú sért einn af eigend- unum, anzaði Óli brosandi. Armann Kr. Einarsson hefur gefið út alls tuttugu og tvter barna- og unglingabækur, eitt smá- sagnasafn og þrjár skáldsögur. A síðast liðnu ári kom út 1. bindi í væntan- legu ritsafni verka Armanns. Einnig hefur Ármann skrifað mörg útvarps- leikrit íyrir börn. Tíu bóka hans hafa verið þýddar á norsku og þrjár á dönsku. Oho, öllu má nú nafn gefa, sagði Björn og kírndi í kampinn. Óli sótti kúbein og þeir Björn hjálpuðust til að spenna lokið af kassanum. Nú reyndist það ekki eins fast og þegar Valur opnaði kassann í fyrsta skipti. Ha — hvað? Óli náfölnaði og starði skelfdum augum ýmist of-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.