Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Page 33

Eimreiðin - 01.01.1968, Page 33
c; ULLS TEiXG URNA I{ H VEREA 23 að máli. Það bar þó ekki tilætl- aðan árangur, því að fornleiía- fræðingurinn kvaðst vera svo störfum hlaðinn, að hann gæti ekki komið austur f’vrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. Litlu síðar bar nýjan gest að garði. Það var Drífa. Hún drap á dyr, en beið ekki eftir að það væri opnað, gekk rakleitt inn og bauð gott kvöld. Gott kvöld og þakka þér fyrir síðast, kvað við úr öllum áttum. Gvendur g;ei varð fyrstur tii að spretta á fætur og bjóða Drífu sæti. Drífa þakkaði brosandi fyrir hugulsemina og úr svip hennar mátti lesa aðdáun og hrifningu. Hæ, unga darna, nú get ég lof- að þér að heyra í gítarnum, sem ég var að tala um í gærkvöldi, sagði Gvendur gæi og sótti grip- inn. Gæinn tyllti sér á bekkendann og byrjaði að stilla hljóðfærið. Hárið féil fram fyrir andlitið og huldi það að mestu. Það virtist ekki koma að sök, því að Gvend- ur kíkti niður með hárinu, líkt og það væri tjaldskör. O, svei, svei, að sjá þetta, taut- aði Björn á Sandbakka. Ég á ágætar sauðarklippur heima. Á ég ekki að skella af þér faxinu? Væ, gamli, vel boðið. Ég kem, þegar ég er orðinn leiður á lubb- anum, anzaði Gvendur gæi bros- andi. Dáiitla stund fiktaði gæinn við gítarinn, strauk nokkrum sinn- um um strengina og raulaði brot úr lagi. Skyndilega fylltu klið- mjúkir, seiðandi tónar litla kof- ann og Gvendur gæi scing lágri, þýðri röddu: Blóm, blómið í sandinum grær, hvað skal muna og hverju gleyma? Karlinn í tunglinu hlær í austur, vestur og hring, kerlingin situr í bing, spinnur ull skýjaull gull meira gull. Drífa starði opnum munni og horfði sem dáleidd á spilarann. Ósjálfrátt hreyfði hún sig örh't- ið eftir hijóðfalli lagsins og steig taktinn með hægri fætinum. Björn á Sandbakka tók að ókyrrast í sæti sínu. Hann sneri sér að Val og spurði, hvort hann gæti fengið að tala við hann undir fjögur augu. Það var ekki laust við að jrað kæmi undrunarsvipur á Val. Auðvitað var sjálfsagt að ræða einslega við Björn, en til þess var ekkert næði í kofanum, svo að þeir gengu saman út. Gvendur gæi lét ekkert trufla sig, en hélt áfram að syngja ein- hverja vitleysu.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.