Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Page 42

Eimreiðin - 01.01.1968, Page 42
32 ElMRElfílN ust fljótt til Frakklands, og þeg- ar Fran^ois Rabelais tók að skop- ast að hinum lærða stíl kaþólsku skólaspekinganna, beitti hann hinum afkáralega stíl Brants. Aðrir komu síðan á eftir, og í leikritum Jean Moliéres kveður við sama streng. Heinrskan er talin undirrót spillingarinnar, og tákn hennar er fíflið, sem haldið er lærdómshroka, ágirnd eða sjúklegri ímyndun eða metnaði. Nízka, tildur og trú- girni íklæðast holdi heimsks yfir- stéttarmanns, og illgirnin á sinn fulltrúa. Síðar fetar Ludvig Hol- berg í fótspor Moliéres, og frá honum berast þessi áhrif norð- ur til íslands. Gætir þeirra í leikritum Snorra Björnssonar og Sigurðar Péturssonar, og suma drættina tekur Jón Thoroddsen upp, er hann tekur að rita skáld- sögur sínar.2 V. Einn skipverjanna á ‘dem Narrenschiffe’ heitir Grobian. Er hann persónugervingur og fulltrúi ruddamennskunnar, sið- laus og ofstopafullur. Nafnið er dregið af fhþ. ge(h)rob, sem er í hljóðskiptum við ge-hriob, en það er sama orðið og hrjúfur, sbr. egsax. hréof, e. gruff. Um hann segir í kvæðinu: 2 Steingrímur J. Þorsteinsson: Upp- haf leikritunar á íslandi. Rvík 1943, 17-18. Glimpfius ist leider todt, Die Sau hat die Krone auf, Und ein neuer Heilig heisst Grobian, denn will jetzt seiern jedermann. Hér hefur göngu sína dýrling- ur, sem fer hamförum norður álfu. Hann er í fyrstu rudda- fenginn og heimskur ofstopi, en síðar kynnist hann nýjum herr- um og semur sig að nýjum sið- um. Grobian lieitir stundunr Grob Jan, en einnig Grob Hans eða Hans Wurst. Þá er hann ekki lengur ruddafenginn of- stopi, heldur gamansamur, klók- ur ungur maður, hjárænulegur, og sumir telja hann einfafdan, en hann villir á sér heimildir. Enn á hann til hrekki, og gjarn er hann á að hneyksla. Stund- um vinnur hann kóngsríki eftir að hafa blekkt konunginn og sofið hjá drottningunni og jafn- vel kóngsdótturinni líka eða fært henni dauðan hrafn og tré- skó. Þessar sögur eru alkunnar um (>11 Norðurlönd, og á Islandi eru til fjölmörg kímileg ævin- týri, sem segja frá þessum ungl- ingi. En Grobian sjálfur komst til íslands, því að frá honum er sagt í Rímum af Grobbían karli og Grybbu kerlingu.3 Grobb- íansrímur, eins og þær eru oft- ast nefndar, eru eins konar leið- beiningar í ósiðsemi, en ‘die 3 Saga ísl V 338, 373, VI 254.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.