Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Side 53

Eimreiðin - 01.01.1968, Side 53
HÓKIN ÞUNGA niíns. Og það var heldur ekki ástæðan til þess að ég yfirgaf móður þína. Við mennirnir hér á jörð berum byrði aí dufti, sem þráir andann; okkur er trúað fyrir einhverju, sem við eigum að koma í áfangastað, fögrum, innsigluðum leyndardómi. En hvernig eigum við að fara að því að rjúfa innsiglið og skila leyndardóminum í hendur ann- arra? Kannske var það þungi þessarar spurnar, sem rak mig út í ofdrykkjuna? En hvers vegna varð enginn árangur af baráttunni í hjarta mínu? Kannske af því að ég yfirgaf móður þína, af því að ég flýði frá ósamræminu, sem átti að opinbera innstu hugsanir mín- ar. . . . Nú brast rödd hans eins og hún væri höggin sundur djúpt inni í brjósti hans. Hann gerði krampakennt átak til að ná and- anum og blóðtaumar mjökuðust eins og rauðir ormar frá munn- vikjunum ofan á hálsinn. Ungi maðurinn hugleiddi á hvern hátt hann gæti hjálpað föður sínum. En það var eins og ekk- ert lægi á. Húsið, sem þeir voru í, var musteri Guðs, geymdi sorg og hamingju kynslóðanna. Hér gat enginn veitt föður hans betri hjálp í andstreymi hans en Guð sjálfur. — Nú lagast þetta bráðum, faðir minn, sagði hann og strauk 43 hughreystandi yfir hárið á sjúka manninum. — Já, nú er allt gott, sonur minn, svaraði maðurinn og barðist við hóstann. Það varð þögn. Skýin á himn- inum fyrir utan höfðu greiðzt sundur og sólargeislarnir end- urköstuðust frá mjöllinni og fylltu kirkjuna slíkri birtu, að þeir urðu að hálfloka augunum. Ungi maðurinn virti fyrir sér útskorna bitana. Augu hans staðnæmdust við nokkrar ritn- ingargreinar og hann leiddi get- um að því, hve lengi þessi orð hefðu staðið þar. Voru það orð, sem aldrei höfðu öðlazt nýtt innihald? Hvað átti hann að höggva á steininn? Hann laut niður að föður sínurn og spurði: — Leizt þér ekki á legstein- inn. — Jú, svaraði hann. Eg vissi ekki, hver þú varst. Ef til vill gætir þú hugsað þér að lofa mér að eiga eitthvað í honum. Ungi maðurinn hugsaði ekki frekar um, hvað faðir lians átti við með því að eignast lilutdeild í steininum; hann lagði hönd- ina á handlegg hans og lét hana hvíla þar. Þessi steinn var einn af beztu vinum hans; steinninn hafði sagt honum hugsanir stjarnanna, þegar hann var einn á gangi um nætur. Hann hafði oft hvílt höfuð sitt á steininum og vegna tryggðar þessa steins

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.