Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Page 58

Eimreiðin - 01.01.1968, Page 58
48 EIMREIÐIN — Ekkert, endurtók sjúki maðurinn með skjálfandi rödd. Reiði unga mannsins hjaðn- aði strax. Sviti spratt út á fölu enni föður hans og svo leit út sem hann ætlaði að fara að gráta. En hann grét ekki. Lindir tár- anna voru þornaðar. Andlit hans bar aðeins vott um magn- laus mótmæli, er líktust þögulli þjáningu, þegar hann tók aftur til máls: — Þeir tróðu á mér. Þeir köl 1- uðu mig svikara! — Af hverju, faðir minn? Af hverju? spurði ungi maðurinn biturt. Allt í einu varð hann gripinn viðbjóði gagnvart ein- hverri forynju, sem hafði farið svo skammarlega með móður hans. Sjúki maðurinn svaraði ekki. Hann var dauðþreyttur. Það var þá fyrst, er sonur hans spurði: — Vegna hvers fórstu þá ekki til mömmu aftur? að svo virtist, sem viljinn til að segja allt af létta vaknaði að nýju: — Ég var á leiðinni, hvíslaði hann, ég var á leiðinni heim, þegar ég liitti þig fyrst við gröf hennar, fyrir mörgum árurn. Orð hans voru nærri óskiljan- leg. Röddin var brostin og hósti og blóðuppgangur varnaði hon- um að tala lengi í einu. Ungi maðurinn var þess fullviss, að nú var skammt eftir að enda- lokunurn. Hann furðaði sig á því, að hugsunin um það olli honum engum sársauka. En annað og meira en það eitt að kveðja föðurinn bærðist í brjósti hans. — Af hverju komstu þá ekki fyrr? spurði hann. — Ég varð að ljúka bókinni, hvíslaði faðirinn. Mér fannst, að þú, barnið mitt, mundir fyrir- líta mig, ef ég lyki henni ekki. Það var svo þung byrði. — Hvaða bók? spurði ungi maðurinn. Faðirinn smeygði hendinni inn á brjóstið og tókst eftir mikla erfiðleika að draga slitna, skrifaða bók úr barrni sínum. — Þessa hérna, sagði hann. — Og nú er hún fullgerð? Unga manninum fannst þetta bókarkríli ekki vera neitt vanda- mál. — Nei, nei, stundi faðirinn, og nú var eins og hjarta hans væri að slá síðustu slögin .... Nei, nei. Hún hefur orðið æ þyngri byrði. Eftirvænting fólst í orðum hans, er hann hélt áfram: — En kannske vilt þú ljúka bókinni og koma henni á leiðar- enda? Þessunr síðustu orðum fylgdi hryglukennt hljóð. Síðan varð hann máttvana og sonurinn horfði á brostin augu hans. Ungi maðurinn var eins og hann væri vegvilltur, en kannske

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.