Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Page 61

Eimreiðin - 01.01.1968, Page 61
l.ISTA 1\1A XX A I.A UN 51 vera lög um listamannalaun, var það flestum ljóst, að ákvæðin um skiptingu í launaflokka mundu leiða til þess að færri skáld, rithöf- undar og aðrir listamenn mundu njóta launa en áður, miðað við óbreyttar fjárveitingar Alþingis, ekki sízt meðan svo háttar til, að laun til þeirra, er skipa heiðurslaunaflokk — en í hann hefur Alþingi sjálft valið —, skuli tekin af þeirri heildarupphæð, sem veitt er á fjárlögum til úthlutunar listamannalauna, og var í fjárlögum þessa árs aðeins rúmar 4.2 milljónir króna. Sú hefur líka raunin á orðið, að um það bil fjórðungi færri lista- menn njóta nú launa en áður, þrátt fyrir fjölgun í öllum listgrein- um. Það hefði því mátt ætla, að með setningu löggjafarinnar um listamannalaun hefði Alþingi talið ástæðu til þess að láta fylgja auknar fjárveitingar til listamanna, og ekki sízt nú, eftir að í Ijós hefur komið, að úthlutunarfyrirkomulagið hefur leitt til svo stór- kostlegs niðurskurðar, sem raun ber vitni. Sjálfri úthlutunarnefnd listamannalanna virðist beinlínis hafa blöskrað niðurstaðan eftir síðustu úthlutun, því að þá gerði hún alyktun til Alþingis og menntamálaráðherra, þar sem segir meðal annars svo: „Það er eindregin skoðun nefndarinnar, að heiðurslaunaflokki skuli ekki greitt fé af fjárhæð þeirri, sem ætluð er nefndinni til úthlutunar listamannalauna, heldur verði ætluð sérstök fjárveiting í þessu skyni.“ Og ennfremur segir í ályktun úthlutunarnefndar: „Uthlutunarnefndin minnir á, að í reglugerð þeirri, sem hún á að starfa eftir, er gert ráð fyrir sérstökum starfsstyrkjum. I.eggur nefndin áherzlu á, að brýna nauðsyn beri til, að starfsstyrkirnir verði sem fyrst að veruleika.“ Meðan það er viðurkennt og talið eðlilegt, að skáld, rithöfundar og aðrir listamenn njóti listamannalauna og heiðurslauna, bæði sem umbun fyrir störf þeirra og jafnframt með tilliti til þeirrar aðstöðu — eða réttara sagt aðstöðuleysis —, sem þeir hafa til þess að lifa af listsköpun hér á landi, er núverandi fjárveiting Alþingis algerlega ófullnægjandi og út í bláinn, eins og meðal annars má marka af því, að af rúmlega 4(i0 meðlimum Bandalags íslenzkra listamanna, skuli úthlutunarnefnd listamannalauna einungis hafa séð sér fært að úthluta 95 manns.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.